Erlent

Fallhlífastökkvarar létust á Nýja Sjálandi

Boði Logason skrifar
Frá vettvangi
Frá vettvangi Mynd/AFP
Níu fórust þegar að flugvél hrapaði á Suðurey á Nýja Sjálandi í morgun. Staðurinn er vinsæll meðal ferðamanna en fjórir útlendingar eru meðal hinna látnu, þeir voru frá Ástralíu, Írlandi, Bretlandi og Þýskalandi.

Vélin hafði nýlega farið í loftið þegar hún féll til jarðar. Sjónarvottar segja að vélin hafið orðið strax alelda. Þeir sem voru um borð voru á leið í fallhlífarstökk og var vélin sérsniðin fyrir slíka iðju.

Hún hrapaði nálægt Fox jökli sem er í þjóðgarði á vesturhluta eyjunnar. Yfirvöld hafa hafið rannsókn á slysinu en ekki er vitað hvers vegna hún hrapaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×