Að slíta í sundur friðinn 27. mars 2010 06:00 Eitt af því sem hefur því miður einkennt okkur Íslendinga eftir hrunið er skortur á samstöðu. Í mörgum mikilvægum málum hefur þjóðin skipst í fylkingar og hver höndin verið upp á móti annarri. Þetta hefur síðan valdið því að lausn mikilvægra mála hefur tafist úr hófi. Þegar frá líður verður það væntanlega verkefni sagnfræðinga eða jafnvel sálfræðinga að greina af hverju þjóðin valdi leið sundurlyndis þegar þörfin fyrir samstöðu var meiri en nokkru sinni fyrr. Segja má að ljósið í myrkrinu hafi verið undirritun Stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var af hálfu ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lok júní árið 2009. Við undirritunina ríkti bjartsýni meðal manna en engu að síður var ljóst að verkefnin fram undan voru erfið og myndu reyna á. Eins og við mátti búast hrikti stundum í stoðum sáttmálans enda kom fljótlega í ljós að sáttmálinn var ekki að ganga eftir eins og menn höfðu vonast til. Dráttur á lausn Icesave olli vandræðum og hafði í för með sér tafir meðal annars á lækkun vaxta, styrkingu krónunnar, afnámi gjaldeyrishafta og skapaði erfiðleika varðandi fjármögnun ýmissa framkvæmda. En það sem á endanum olli því að upp úr slitnaði var að menn misstu sjónar á stóru málunum og urðu ákveðinni hugmyndafræði að bráð. Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir erfiðleikum – en ekki meiri erfiðleikum en svo að með samhentu átaki eigum við að geta verið komin á nokkuð lygnan sjó innan 2-3 ára. Ef við hins vegar ákveðum að velja stöðugt ófrið frekar en samstöðu erum við að gera okkur miklu erfiðara fyrir og lengja þann tíma sem við erum stödd í öldudalnum. Í ljósi þessa verða það því að teljast mikil vonbrigði að stjórnarflokkarnir skyldu ákveða að keyra í gegn skötuselsfrumvarpið svokallaða í mikilli óþökk Samtaka atvinnulífsins. Skötuselurinn einn og sér olli þó ekki gliðnun Stöðugleikasáttmálans heldur var þessi ófrýnilega skepna punkturinn yfir i-ið. Því skal hins vegar haldið til haga að afar brýnt er að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða meðal þjóðarinnar og þar verða allir aðilar að koma til leiks með ábyrgum hætti og láta af óbilgirni og oft gamaldags baráttuaðferðum. Það verður hins vegar að teljast undarleg tímasetning að keyra í gegn breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í óþökk hagsmunaaðila á sama tíma og þjóðin er stödd í miðjum skafli efnahagshrunsins. Skynsamlegra hefði verið að koma þjóðarskútunni í var – einblína á brýnustu úrlausnarmálin – og taka síðan á öðrum málum þar sem ekki skiptir öllu hvort lausn finnist á komandi vikum eða dragist eitthvað á langinn. Þegar verið er að ausa úr leku skipi á liturinn á bátnum ekki að skipta máli. Fyrst þegar búið er að koma skipinu til hafnar og gera sjófært á ný má velta fyrir sér að gera ýmsar aðrar breytingar sem teljast til bóta.margrét kristmannssdóttirVið Íslendingar stöndum nú frammi fyrir því að sú framsýni sem náðist með undirritun Stöðugleikasáttmálans er horfin og aðilar sáttmálans stefna hraðbyri í átt að sundurlyndi með ófyrirséðum afleiðingum. Fast er skotið úr öllum áttum og aðilar sem áður sneru bökum saman nýta nú flest tækifæri til að senda mótaðilum tóninn. Skrattanum er skemmt! Þetta er óheillaþróun og aðilar verða að þoka sér í átt að samstöðu á ný. Þjóðarhagur krefst þess og þjóðin hefur ekki efni á því að aðilar í lykilhlutverki endurreisnarinnar – stjórnarflokkarnir og aðilar vinnumarkaðarins – gangi ekki í takt. Við verðum að stíga eitt skref til baka – finna taktinn á ný og einblína á stóru sameiginlegu hagsmunamálin. Það er einsýnt að til að finna þann takt verða sumir að brjóta odd af oflæti sínu, éta ofan í sig þegar sögð orð og taka til baka þegar gerða hluti. Það eru ekki miklar fórnir þegar framtíð fyrirtækja landsins og þar með heimila er í húfi. Þegar Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður fyrir níu mánuðum síðan héldum við að staðan yrði önnur nú en raun ber vitni. Við erum á krossgötum og verðum að vinna okkur út úr núverandi stöðu í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn og harma glötuð tækifæri. Við sem lifum og hrærumst í viðskiptalífinu vitum að þegar upp úr viðskiptasamböndum slitnar er alltaf hægt að róa á önnur mið og leita nýrra viðskiptasambanda. Þetta getur ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins ekki gert. Þau sitja uppi með hvort annað – hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr. Við getum haldið áfram að skemmta skrattanum og þá eigum við vafalaust skilið döpur eftirmæli um okkar þátt í endurreisninni. Við höfum val um að ganga veg sundurlyndis og ósátta eða gyrða okkur í brók og takast í sameiningu á við þau gríðarlegu verkefni sem við þjóðinni blasa. Þjóðin gerir bæði kröfur um og á skilið að seinni kosturinn sé valinn. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem hefur því miður einkennt okkur Íslendinga eftir hrunið er skortur á samstöðu. Í mörgum mikilvægum málum hefur þjóðin skipst í fylkingar og hver höndin verið upp á móti annarri. Þetta hefur síðan valdið því að lausn mikilvægra mála hefur tafist úr hófi. Þegar frá líður verður það væntanlega verkefni sagnfræðinga eða jafnvel sálfræðinga að greina af hverju þjóðin valdi leið sundurlyndis þegar þörfin fyrir samstöðu var meiri en nokkru sinni fyrr. Segja má að ljósið í myrkrinu hafi verið undirritun Stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var af hálfu ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lok júní árið 2009. Við undirritunina ríkti bjartsýni meðal manna en engu að síður var ljóst að verkefnin fram undan voru erfið og myndu reyna á. Eins og við mátti búast hrikti stundum í stoðum sáttmálans enda kom fljótlega í ljós að sáttmálinn var ekki að ganga eftir eins og menn höfðu vonast til. Dráttur á lausn Icesave olli vandræðum og hafði í för með sér tafir meðal annars á lækkun vaxta, styrkingu krónunnar, afnámi gjaldeyrishafta og skapaði erfiðleika varðandi fjármögnun ýmissa framkvæmda. En það sem á endanum olli því að upp úr slitnaði var að menn misstu sjónar á stóru málunum og urðu ákveðinni hugmyndafræði að bráð. Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir erfiðleikum – en ekki meiri erfiðleikum en svo að með samhentu átaki eigum við að geta verið komin á nokkuð lygnan sjó innan 2-3 ára. Ef við hins vegar ákveðum að velja stöðugt ófrið frekar en samstöðu erum við að gera okkur miklu erfiðara fyrir og lengja þann tíma sem við erum stödd í öldudalnum. Í ljósi þessa verða það því að teljast mikil vonbrigði að stjórnarflokkarnir skyldu ákveða að keyra í gegn skötuselsfrumvarpið svokallaða í mikilli óþökk Samtaka atvinnulífsins. Skötuselurinn einn og sér olli þó ekki gliðnun Stöðugleikasáttmálans heldur var þessi ófrýnilega skepna punkturinn yfir i-ið. Því skal hins vegar haldið til haga að afar brýnt er að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða meðal þjóðarinnar og þar verða allir aðilar að koma til leiks með ábyrgum hætti og láta af óbilgirni og oft gamaldags baráttuaðferðum. Það verður hins vegar að teljast undarleg tímasetning að keyra í gegn breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í óþökk hagsmunaaðila á sama tíma og þjóðin er stödd í miðjum skafli efnahagshrunsins. Skynsamlegra hefði verið að koma þjóðarskútunni í var – einblína á brýnustu úrlausnarmálin – og taka síðan á öðrum málum þar sem ekki skiptir öllu hvort lausn finnist á komandi vikum eða dragist eitthvað á langinn. Þegar verið er að ausa úr leku skipi á liturinn á bátnum ekki að skipta máli. Fyrst þegar búið er að koma skipinu til hafnar og gera sjófært á ný má velta fyrir sér að gera ýmsar aðrar breytingar sem teljast til bóta.margrét kristmannssdóttirVið Íslendingar stöndum nú frammi fyrir því að sú framsýni sem náðist með undirritun Stöðugleikasáttmálans er horfin og aðilar sáttmálans stefna hraðbyri í átt að sundurlyndi með ófyrirséðum afleiðingum. Fast er skotið úr öllum áttum og aðilar sem áður sneru bökum saman nýta nú flest tækifæri til að senda mótaðilum tóninn. Skrattanum er skemmt! Þetta er óheillaþróun og aðilar verða að þoka sér í átt að samstöðu á ný. Þjóðarhagur krefst þess og þjóðin hefur ekki efni á því að aðilar í lykilhlutverki endurreisnarinnar – stjórnarflokkarnir og aðilar vinnumarkaðarins – gangi ekki í takt. Við verðum að stíga eitt skref til baka – finna taktinn á ný og einblína á stóru sameiginlegu hagsmunamálin. Það er einsýnt að til að finna þann takt verða sumir að brjóta odd af oflæti sínu, éta ofan í sig þegar sögð orð og taka til baka þegar gerða hluti. Það eru ekki miklar fórnir þegar framtíð fyrirtækja landsins og þar með heimila er í húfi. Þegar Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður fyrir níu mánuðum síðan héldum við að staðan yrði önnur nú en raun ber vitni. Við erum á krossgötum og verðum að vinna okkur út úr núverandi stöðu í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn og harma glötuð tækifæri. Við sem lifum og hrærumst í viðskiptalífinu vitum að þegar upp úr viðskiptasamböndum slitnar er alltaf hægt að róa á önnur mið og leita nýrra viðskiptasambanda. Þetta getur ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins ekki gert. Þau sitja uppi með hvort annað – hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr. Við getum haldið áfram að skemmta skrattanum og þá eigum við vafalaust skilið döpur eftirmæli um okkar þátt í endurreisninni. Við höfum val um að ganga veg sundurlyndis og ósátta eða gyrða okkur í brók og takast í sameiningu á við þau gríðarlegu verkefni sem við þjóðinni blasa. Þjóðin gerir bæði kröfur um og á skilið að seinni kosturinn sé valinn. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar