Erlent

Köstuðu eggjum og skóm í Tony Blair

Eggjum og skóm var meðal annars kastað í áttina að Tony Blair þegar hann ætlaði að árita endurminningar sínar.
Eggjum og skóm var meðal annars kastað í áttina að Tony Blair þegar hann ætlaði að árita endurminningar sínar. Mynd/AFP
Um tvö hundruð mótmælendur voru mættir yfir utan bókabúð í Dublin í morgun en Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði boðað komu sína í búðina til að árita eintök af endurminningum sínum.

Eggjum og skóm var meðal annars kastað í átt að honum. Mótmælendurnir héldu á skiltum þar sem meðal annars stóð að loka ætti fyrrverandi forsætisráðherrann inni fyrir þjóðarmorð. Mikil öryggisgæsla var á staðnum og var götunni þar sem bókabúðin stendur meðal annars lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×