Erlent

Fótboltastjarna keypti bassagítar bítils

Frá 7. áratug síðustu aldar. Ringo Staar, George Harrison, Paul McCartney og John Lennon. Mynd/AFP
Frá 7. áratug síðustu aldar. Ringo Staar, George Harrison, Paul McCartney og John Lennon. Mynd/AFP

Bassagítar sem áður var í eigu bítilsins Paul McCartney var seldur á uppboði í Buenos Aires höfuðborg Argentínu á föstudag fyrir 4,2 milljónir króna. Fótboltastjarnan Javier Zanetti keypti gripinn. Bassinn var hluti af bítlaminjagripum úr safni Raul Blisniuk, sem sagður er mikilvægasti bítlasafnari í Suður-Ameríku.

Á uppboðinu var íika seld teikning eftir John Lennon á fyrir 1,5 milljónir króna og eintak af Hvíta albúminu sem var áritað af öllum bítlunum fjórum sem fór á tæpar fjórar milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×