Almenn bjartsýni með ferðasumarið 3. febrúar 2010 02:00 ferðamenn fleiri erlendir ferðamenn hafa bókað ferð til Íslands í sumar en á sama tíma í fyrra, segir forstjóri Icelandair.Fréttablaðið/Valli Almenn bjartsýni ríkir meðal fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi með komandi ferðasumar, segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamenn bóka þó með sífellt styttri fyrirvara svo erfitt er að spá fyrir um sumarið. „Það bendir allt til þess að þetta geti orðið ágætt sumar, en við höfum meiri áhyggjur af öðrum tímum ársins,“ segir Erna. Heldur hefur dregið úr komum ferðamanna utan háannatímans yfir sumarið, þótt ferðamönnum hafi fjölgað yfir sumarmánuðina. Bókanir erlendra ferðamanna á flugferðum til Íslands eru um fimmtán prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Það sé aukning umfram þá tíu prósenta framboðsaukningu sem sé hjá félaginu. „Við reiknum með að toppa síðasta sumar, sem þó sló öll met,“ segir Birkir. Hann segir þessa aukningu trúlega eiga sér nokkrar ástæður. Ferðamenn virðist bóka fyrr en venjulega, en ótvírætt sé áhugi á Íslandi að aukast. Þá hafi Icelandair aukið heldur við markaðssetningu og sætaframboð undanfarið. Markaðssetning ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur að mestu beinst að því að auka fjölda ferðamanna utan við háannatímann, og því er það vissulega áhyggjuefni að nú dragi úr fjöldanum. Eflaust spilar margt inn í, en skortur á rannsóknum gerir erfitt fyrir að meta orsakirnar nákvæmlega, segir Erna. Augljóslega hafi heimskreppan þar áhrif, lágt gengi krónunnar nái ekki að vega upp almennan samdrátt á fjölda ferðamanna í heiminum. Ein afleiðing kreppunnar sé til dæmis samdráttur í ráðstefnuhaldi í Reykjavík. Birkir segist sjá skýr merki um samdrátt í ráðstefnuhaldi. Færri ráðstefnuhópar og hópar á leið í hvataferðir bóki nú flug til landsins. Aukningin sé öll í ferðum einstaklinga og fjölskylduferðum. Ein áhrif hrunsins hér á landi eru veikt gengi krónunnar. Það hefur þó þau áhrif að ferðamenn eyða að meðaltali fleiri krónum en áður hér á landi. Erna segir að til að snúa þessari óheillaþróun við þurfi að auka enn við markaðssetningu íslenskrar ferðamennsku. Vonandi muni tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn skila auknum fjölda ferðamanna, en það verði þó ekki tekið í notkun fyrr en á næsta ári. Þá muni heilsutengd ferðamennska vonandi auka fjölda ferðamanna þegar hún kemst á flug, en það geti verið nokkur tími þangað til. Spurð um áhrif umtals um hrunið á Íslandi og Icesave erlendis segir Erna umtalið sennilega jákvætt fyrir ferðamennskuna. Sífellt fleiri heyri af Íslandi, og fólk virðist almennt gera greinarmun á fréttum af hruni banka annars vegar og fallegri náttúru hins vegar. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Almenn bjartsýni ríkir meðal fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi með komandi ferðasumar, segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamenn bóka þó með sífellt styttri fyrirvara svo erfitt er að spá fyrir um sumarið. „Það bendir allt til þess að þetta geti orðið ágætt sumar, en við höfum meiri áhyggjur af öðrum tímum ársins,“ segir Erna. Heldur hefur dregið úr komum ferðamanna utan háannatímans yfir sumarið, þótt ferðamönnum hafi fjölgað yfir sumarmánuðina. Bókanir erlendra ferðamanna á flugferðum til Íslands eru um fimmtán prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Það sé aukning umfram þá tíu prósenta framboðsaukningu sem sé hjá félaginu. „Við reiknum með að toppa síðasta sumar, sem þó sló öll met,“ segir Birkir. Hann segir þessa aukningu trúlega eiga sér nokkrar ástæður. Ferðamenn virðist bóka fyrr en venjulega, en ótvírætt sé áhugi á Íslandi að aukast. Þá hafi Icelandair aukið heldur við markaðssetningu og sætaframboð undanfarið. Markaðssetning ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur að mestu beinst að því að auka fjölda ferðamanna utan við háannatímann, og því er það vissulega áhyggjuefni að nú dragi úr fjöldanum. Eflaust spilar margt inn í, en skortur á rannsóknum gerir erfitt fyrir að meta orsakirnar nákvæmlega, segir Erna. Augljóslega hafi heimskreppan þar áhrif, lágt gengi krónunnar nái ekki að vega upp almennan samdrátt á fjölda ferðamanna í heiminum. Ein afleiðing kreppunnar sé til dæmis samdráttur í ráðstefnuhaldi í Reykjavík. Birkir segist sjá skýr merki um samdrátt í ráðstefnuhaldi. Færri ráðstefnuhópar og hópar á leið í hvataferðir bóki nú flug til landsins. Aukningin sé öll í ferðum einstaklinga og fjölskylduferðum. Ein áhrif hrunsins hér á landi eru veikt gengi krónunnar. Það hefur þó þau áhrif að ferðamenn eyða að meðaltali fleiri krónum en áður hér á landi. Erna segir að til að snúa þessari óheillaþróun við þurfi að auka enn við markaðssetningu íslenskrar ferðamennsku. Vonandi muni tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn skila auknum fjölda ferðamanna, en það verði þó ekki tekið í notkun fyrr en á næsta ári. Þá muni heilsutengd ferðamennska vonandi auka fjölda ferðamanna þegar hún kemst á flug, en það geti verið nokkur tími þangað til. Spurð um áhrif umtals um hrunið á Íslandi og Icesave erlendis segir Erna umtalið sennilega jákvætt fyrir ferðamennskuna. Sífellt fleiri heyri af Íslandi, og fólk virðist almennt gera greinarmun á fréttum af hruni banka annars vegar og fallegri náttúru hins vegar.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira