Erlent

Dómur mildaður vegna farsímanotkunar

Óli Tynes skrifar
Varasamir á göngu.
Varasamir á göngu.

Breskur maður hefur fengið eins árs fangelsisdóm skilorðsbundinn vegna þess að ung kona sem hann keyrði á var að tala í farsíma sinn þegar slysið varð.

Ökumaðurinn var sakfelldur fyrir að aka of hratt og sýna ekki næga aðgát. Dómstóllinn taldi hinsvegar að ef fórnarlambið hefði ekki verið að tala í símann og sjálf sýnt meiri aðgát hefði hún séð bílinn tímanlega.

Því þótti hæfilegt að skilorðsbinda fangelsisdóm yfir ökumanninum. Hann var auk þess sviptur ökuréttindum í eitt ár og gert að skila 250 klukkustunda þegnskylduvinnu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×