Erlent

Moskvubúar glíma við hitabylgju og skógarelda

Íbúar Moskvuborgar glíma nú við mestu hitabyglju í sögu borgarinnar.Miklir skógareldar í nágrenni borgarinnar gera illt verra.

Hitinn mældist rúmlega 37 gráður á celíus í borginni í gær og var þar um að ræða heitasta daginn í borginni síðan að mælingar hófust þar fyrir 130 árum síðan. Reiknað er með að þetta hitamet verði slegið á morgun.

Það eykur á þjáningar Moskvubúa að miklir skógareldar geysa fyrir utan borgina og leggur reykinn frá þeim yfir hana.

Hveitirækt Rússlands hefur orðið illa úti í huitabylgjunni en talið er að 100.000 ferkílómetrar af hveitiökrum hafi eyðilagst í henni. Þetta er landsvæði á stærð við Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×