Ekkert grín að feta í fótspor Ragnhildar Steinunnar 5. maí 2010 08:00 Margrét Erla Maack fær það vandasama hlutverk að fylla skarð Ragnhildar Steinunnar þegar hún fer í fæðingarorlof. Fréttablaðið/Valli „Jú, þetta er rétt. Ég get þó róað bæði aðdáendur Ragnhildar og hlustendur Rásar 2 að þetta er bara tímabundið og ég mun snúa aftur í útvarpið þegar Ragnhildur kemur úr fæðingarorlofinu,“ segir Margrét Erla Maack útvarpskona. Margréti hefur verið falið það snúna verkefni að fylla það skarð sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir skilur eftir sig í Kastljósi Sjónvarpsins en eins og alþjóð veit á sjónvarpskonan von á sínu fyrsta barni. Margrét mun birtast á skjánum í ágúst. Margrét er ekki alveg blaut á bakvið eyrun þegar kemur að sjónvarpi því hún hóf feril sinn í Efstaleitinu sem skrifta hjá Evu Maríu Jónsdóttur og þætti hennar. „Þannig að ég er eiginlega að fara á gamla staðinn minn,“ segir Margrét sem kveðst reiðubúin til kvitta upp á það að Eva sé hennar fyrirmynd þegar kemur að sjónvarpi. „Hún er allavega lærimeistarinn minn.“ Útvarpskonan viðurkennir jafnframt að hún sé logandi hrædd við að feta í fótspor Ragnhildar sem á sér dyggan áhorfendahóp meðal sjónvarpsáhorfenda. „En, eins og ég sagði áðan, þetta er bara tímabundið, hún kemur aftur og ég fer aftur í útvarpið,“ segir Margrét. Útvarpskonan verður þó önnum kafin áður en hún skellir sér fyrir framan tökuvélarnar því hún er á leiðinni til Mexíkó í júlí ásamt fjórum ellefu ára gömlum börnum. „Ég er að fara með þau í alþjóðlegar sumarbúðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Eða það er svona styttri útskýringin á þessu verkefni,“ segir Margrét sem hoppar því beint inn í Kastljósið þegar þeirri ævintýradvöl lýkur. Margrét er fyllilega meðvituð um að sjónvarp og útvarp séu tveir ólíkir heimar og hún segist eiga eftir að sakna þess að geta ekki bara mætt nánast ótilhöfð í vinnuna. Margrét og samstarfskona hennar, Heiða Ólafsdóttir, hafa nánast verið eins og samlokur síðan útvarpsþátturinn H&M hóf göngu sína og Margrét þvertekur fyrir að sjónvarpsferillinn eigi eftir að setja mark sitt á vináttuna. „Nei, við erum tvær þroskaðar konur og kunnum að samgleðjast hvor annarri.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
„Jú, þetta er rétt. Ég get þó róað bæði aðdáendur Ragnhildar og hlustendur Rásar 2 að þetta er bara tímabundið og ég mun snúa aftur í útvarpið þegar Ragnhildur kemur úr fæðingarorlofinu,“ segir Margrét Erla Maack útvarpskona. Margréti hefur verið falið það snúna verkefni að fylla það skarð sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir skilur eftir sig í Kastljósi Sjónvarpsins en eins og alþjóð veit á sjónvarpskonan von á sínu fyrsta barni. Margrét mun birtast á skjánum í ágúst. Margrét er ekki alveg blaut á bakvið eyrun þegar kemur að sjónvarpi því hún hóf feril sinn í Efstaleitinu sem skrifta hjá Evu Maríu Jónsdóttur og þætti hennar. „Þannig að ég er eiginlega að fara á gamla staðinn minn,“ segir Margrét sem kveðst reiðubúin til kvitta upp á það að Eva sé hennar fyrirmynd þegar kemur að sjónvarpi. „Hún er allavega lærimeistarinn minn.“ Útvarpskonan viðurkennir jafnframt að hún sé logandi hrædd við að feta í fótspor Ragnhildar sem á sér dyggan áhorfendahóp meðal sjónvarpsáhorfenda. „En, eins og ég sagði áðan, þetta er bara tímabundið, hún kemur aftur og ég fer aftur í útvarpið,“ segir Margrét. Útvarpskonan verður þó önnum kafin áður en hún skellir sér fyrir framan tökuvélarnar því hún er á leiðinni til Mexíkó í júlí ásamt fjórum ellefu ára gömlum börnum. „Ég er að fara með þau í alþjóðlegar sumarbúðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Eða það er svona styttri útskýringin á þessu verkefni,“ segir Margrét sem hoppar því beint inn í Kastljósið þegar þeirri ævintýradvöl lýkur. Margrét er fyllilega meðvituð um að sjónvarp og útvarp séu tveir ólíkir heimar og hún segist eiga eftir að sakna þess að geta ekki bara mætt nánast ótilhöfð í vinnuna. Margrét og samstarfskona hennar, Heiða Ólafsdóttir, hafa nánast verið eins og samlokur síðan útvarpsþátturinn H&M hóf göngu sína og Margrét þvertekur fyrir að sjónvarpsferillinn eigi eftir að setja mark sitt á vináttuna. „Nei, við erum tvær þroskaðar konur og kunnum að samgleðjast hvor annarri.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira