Umfjöllun: Flottir Framarar lögðu meistarana Henry Birgir Gunnarsson á Ásvöllum skrifar 17. nóvember 2010 20:58 Einar Rafn skoraði tíu mörk í kvöld. Mynd/Anton Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira