Erlent

Aparnir hnerra í rigningunni

Heimamenn kalla apategundina „nwoah“, sem þýðir „api með andlitið á hvolfi“.Mynd/Dr. Thomas Geissmann
Heimamenn kalla apategundina „nwoah“, sem þýðir „api með andlitið á hvolfi“.Mynd/Dr. Thomas Geissmann
Vísindamenn á ferð um frumskóga Búrma hafa uppgötvað nýja apategund í norðurhluta landsins. Heimamenn hafa reyndar vitað af öpunum lengi, og því sérkennilega einkenni þeirra að hnerra þegar rignir.

Skýringin á hnerrunum er einföld, nef apanna er afar uppbrett, svo mjög að það beinlínis rignir upp í nefið á þeim. Þeir eiga það því til að sitja með höfuðið milli lappanna í rigningu.

Aparnir eru smávaxnir en með langt skott. Feldurinn er svartur að mestu en hvítur á eyrum og höku. Talið er að stofninn sé aðeins um 300 dýr. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×