Lífið

Madonna tekur sér tónlistarpásu

Madonna ætlar að taka sér frí frá tónlistarbransanum vegna tímaskorts.
Madonna ætlar að taka sér frí frá tónlistarbransanum vegna tímaskorts.

Söngkonan Madonna ætlar að taka sér frí frá tónlistarbransanum til að einbeita sér að öðrum hlutum. Hún er að vinna í nýrri kvikmynd sem nefnist W.E. auk þess sem hún vill eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

„Ég hef ekki getað einbeitt mér eins mikið og ég ætti að gera að tónlistinni vegna þess að myndin hefur tekið allan minn tíma," sagði Madonna.

„Ásamt henni og því að hugsa um börnin mín fjögur hef ég hvorki haft tíma né orku í neitt annað." Hún bætir við að hún sé ekki með plötusamning og óvíst hvort einhver vilji gefa út tónlistina hennar næst þegar hún sendir frá sér plötu.

Hér er síðasta stóra myndbandið sem Madonna gerði, 4 Minutes með Justin Timberlake og Timbaland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.