Viðskipti innlent

Björgólfur Thor: Persónulegar ábyrgðir ekki felldar niður

Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vefsíðu sinni að persónulegar ábyrgðir vegna lána hans hér á landi séu ekki felldar niður, þeim sé aðeins frestað.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skuldauppgjör Björgólfs Thors, sem Deutche bank leiddi, feli í sér niðurfellingu á persónulegum ábyrgðum. Fréttastofa hefur ítrekað leitað eftir því að fá viðtal við Björgólf Thor á undanförnum mánuðum, án árangurs.




Tengdar fréttir

Allar persónulegar ábyrgðir BTB á Íslandi felldar niður

Íslenskir kröfuhafar Björgólfs Thors Björgólfssonar felldu niður allar persónulegar ábyrgðir á hendur honum og var það hluti af samkomulagi um allsherjaruppgjör sem leitt var af Deutsche Bank, stærsta kröfuhafa Actavis, en íslensku bönkunum var stillt upp við vegg af þýska bankanum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×