Red Bull vill halda í blómstrandi Webber 17. maí 2010 10:06 Mark Webber fagnar sigri í Mónakó í gær. mynd: Getty Images Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira