Erlent

Miklar samgöngutruflanir í Frakklandi í dag

Miklar samgöngutruflanir verða í Frakklandi í dag vegna mótmæla gegn áformum stjórnarinnar að hækka eftirlaunaaldur.

Flutningabílstjórar hafa tilkynnt að þeir muni stöðva umferð á helstu þjóðvegum landsins með því að leggja bílum sínum þar. Bíleigendur hamstra nú eldsneyti eins og þeir geta en eldsneyti er víða á þrotum vegna verkfalla og mótmælaaðgerða.

Þetta ástand leiddi til þess að um helgina var óttast að Orly flugvöllur yrði flugvélaeldsneytislaus en því vandamáli var bjargað á síðustu stundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×