Erlent

Moskva fordæmd og sektuð

Óli Tynes skrifar
Borga svo.
Borga svo.

Mannréttindadómstóll Evrópu fordæmdi í dag Moskvuborg fyrir að brjóta á réttindum samkynhneigðra. Dómstóllinn segir að borgin hafi bannað gleðigöngur árin 2006, 2007 og 2008 eingöngu vegna óvildar í garð samkynhneigðra. Moskvu var skipað að greiða skipuleggjendum göngunnar um fimm milljónir króna í skaðabætur.

Í dóminum er Rússlandi skipað að virða mannréttindi. Ef landið geri það ekki á það yfir höfði sér að vera rekið úr Evrópuráðinu, sem dómstóllinn tilheyrir. Þess má geta að einmitt í dag var skipaður nýr borgarstjóri í Moskvu. Í síðasta mánuði rak Dmitry Medvedev forseti Rússlands Yuri Luzhkov úr borgarstjórastólnum þar sem hann hafði setið í átján ár. Eftirmaður hans er starfsmannastjóri Vladimirs Putins, forsætisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×