Ísland í ruslflokk og í einangrun 6. janúar 2010 04:30 Ólafur Ísleifsson Mynd/Anton Brink Lánshæfiseinkunn Íslands er komin í ruslflokk samkvæmt mati sem breska matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf út síðdegis í gær í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lög frá Alþingi vegna Icesave-saminga við Breta og Hollendinga. Paul Rawkins hjá Fitch í London segir ákvörðun forseta Íslands skapa nýja bylgju af óvissu í stjórnmálum, fjármálum og efnahagsmálum Íslendinga. „Hún táknar einnig mikinn afturkipp í viðleitni Íslands til að endurreisa eðlileg fjármálasamskipti við umheiminn," segir Rawkins í frétt frá Fitch. Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor"s lækkaði hins vegar ekki lánshæfismat sitt en metur nú horfurnar á Íslandi neikvæðar í staðinn fyrir stöðugar eins og hafði verið gert frá því Alþingi samþykkti Icesave-lögin fyrir áramót. Mat fyrirtæksins á lánshæfi Íslands gæti þó lækkað um einn eða tvo punkta innan mánaðar. Búast mætti við seinkun á fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að meta verði ákvörðun Fitch í ljósi aðstæðna. „Hér hefur allur aðgangur að erlendum lánamörkuðum verið lokaður í tvö ár. Aðstaða okkar á þeim tíma er aðstaða þess sem er í ruslflokki og við höfum ekki getað fengið lán nema á mjög óhagstæðum kjörum. Þessi ákvörðun Fitch núna breytir engu um þá staðreynd þótt hún sé í sjálfu sér ekki fallin til að bæta stöðuna," segir Ólafur. Þá segir Ólafur ekki úr vegi að nefna að Fitch rekur starfsemi sína í London. „Það er Breti sem talar fyrir fyrirtækið og kannski skýrir það hversu fljótt það er til og er á undan amerísku matsfyrirtækjunum. Það er mikilvægt að sannfæra matsfyrirtæki og aðra slíka aðila um að ákvörðun forsetans felur ekki í sér vanefnd af neinu tagi á erlendum skuldbindingum af hálfu Íslendinga," segir hann. Rawkins segir að efnahagsleg og eignaleg staða Íslands sé svo bágborin að lánshæfi ríkisins nái ekki máli sem fjárfestingarkostur. Fitch hafi ætíð sagt lausn Icesave-deilunnar, með tvíhliða samkomulagi við Breta og Hollendinga, vera forsendu þess að endurreisa lánshæfi Íslands. Óvissa um lán AGS og önnur lán til Íslands hafi nú verið endurvakin. Þess utan trufli þetta enn frekar áætlun um afnám gjaldeyrishafta og hefði sömuleiðis slæm áhrif á viðleitni til að skapa trúverðugt gengi á íslensku krónunni á frjálsum markaði. „Þetta neikvæða útlit heldur áfram að endurspegla viðvarandi óvissu um lausn Icesave-deilunnar, möguleikana á meiri einangrun Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hættuna á því að núverandi áætlun um efnahagslegan stöðugleika og endurreisn muni kollsteypast," segir í mati Fitch Ratings. gar@frettabladid.is Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Lánshæfiseinkunn Íslands er komin í ruslflokk samkvæmt mati sem breska matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf út síðdegis í gær í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lög frá Alþingi vegna Icesave-saminga við Breta og Hollendinga. Paul Rawkins hjá Fitch í London segir ákvörðun forseta Íslands skapa nýja bylgju af óvissu í stjórnmálum, fjármálum og efnahagsmálum Íslendinga. „Hún táknar einnig mikinn afturkipp í viðleitni Íslands til að endurreisa eðlileg fjármálasamskipti við umheiminn," segir Rawkins í frétt frá Fitch. Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor"s lækkaði hins vegar ekki lánshæfismat sitt en metur nú horfurnar á Íslandi neikvæðar í staðinn fyrir stöðugar eins og hafði verið gert frá því Alþingi samþykkti Icesave-lögin fyrir áramót. Mat fyrirtæksins á lánshæfi Íslands gæti þó lækkað um einn eða tvo punkta innan mánaðar. Búast mætti við seinkun á fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að meta verði ákvörðun Fitch í ljósi aðstæðna. „Hér hefur allur aðgangur að erlendum lánamörkuðum verið lokaður í tvö ár. Aðstaða okkar á þeim tíma er aðstaða þess sem er í ruslflokki og við höfum ekki getað fengið lán nema á mjög óhagstæðum kjörum. Þessi ákvörðun Fitch núna breytir engu um þá staðreynd þótt hún sé í sjálfu sér ekki fallin til að bæta stöðuna," segir Ólafur. Þá segir Ólafur ekki úr vegi að nefna að Fitch rekur starfsemi sína í London. „Það er Breti sem talar fyrir fyrirtækið og kannski skýrir það hversu fljótt það er til og er á undan amerísku matsfyrirtækjunum. Það er mikilvægt að sannfæra matsfyrirtæki og aðra slíka aðila um að ákvörðun forsetans felur ekki í sér vanefnd af neinu tagi á erlendum skuldbindingum af hálfu Íslendinga," segir hann. Rawkins segir að efnahagsleg og eignaleg staða Íslands sé svo bágborin að lánshæfi ríkisins nái ekki máli sem fjárfestingarkostur. Fitch hafi ætíð sagt lausn Icesave-deilunnar, með tvíhliða samkomulagi við Breta og Hollendinga, vera forsendu þess að endurreisa lánshæfi Íslands. Óvissa um lán AGS og önnur lán til Íslands hafi nú verið endurvakin. Þess utan trufli þetta enn frekar áætlun um afnám gjaldeyrishafta og hefði sömuleiðis slæm áhrif á viðleitni til að skapa trúverðugt gengi á íslensku krónunni á frjálsum markaði. „Þetta neikvæða útlit heldur áfram að endurspegla viðvarandi óvissu um lausn Icesave-deilunnar, möguleikana á meiri einangrun Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hættuna á því að núverandi áætlun um efnahagslegan stöðugleika og endurreisn muni kollsteypast," segir í mati Fitch Ratings. gar@frettabladid.is
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira