Innlent

Gjöld Íslendinga hækka ekki

Stúdentar komu saman fyrir utan þinghúsið í London til þess að mótmæla hækkun skólagjaldanna. Óeirðir brutust út og tugir manna slösuðust. Fréttablaðið/AP
Stúdentar komu saman fyrir utan þinghúsið í London til þess að mótmæla hækkun skólagjaldanna. Óeirðir brutust út og tugir manna slösuðust. Fréttablaðið/AP
Íslenskir háskólanemar á Englandi þurfa ekki að óttast hækkanir á skólagjöldum með tilkomu nýrra laga þar í landi. Mikill styr hefur staðið um breytingar á lögum um hámarksskólagjöld í enska háskóla, frá haustinu 2012 verða gjöldin færð úr 3.290 sterlingspundum á ári upp í 9.000, sem er sama upphæð og nemar utan Evrópusambandsins, þar á meðal Íslendingar, hafa þurft að greiða hingað til.

Mótmæli námsmanna náðu hámarki á fimmtudag þar sem óeirðir brutust út við þinghúsið í London þar sem lögin voru samþykkt. Reyndist það mörgum stjórnarþingmönnum erfitt og meðal annars kaus 21 þingmaður úr liði Frjálslyndra demókrata á móti lögunum.

Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námanna erlendis, segir í samtali við Fréttablaðið að hún sé fegin að hækkanirnar muni ekki koma við þá 215 Íslendinga sem stunda nám í Englandi.

„Það er mjög mikilvægt að halda góðum samskiptum á milli landanna, ekki síst með námsmannaskiptum og ef það myndi detta upp fyrir gæti það haft slæmar afleiðingar.“ - þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×