Kostnaður Fljótsdalshrepps tífaldur miðað við Kópavog 1. mars 2010 06:00 Skriðuklaustur Kárahnjúkavirkjun og Skriðuklaustur tilheyra Fljótsdalshreppi, einu minnsta sveitarfélagi landsins. Rekstur þess kostar rúmlegs 243.000 krónur á hvern hinna 89 íbúa. Fimm sitja í sveitarstjórn og fimm til vara. Að auki sitja um 30 manns í nefndum sveitarfélagsins og það tilnefnir fjórtán fulltrúa til setu í samstarfsnefndum með öðrum sveitarfélögum á Austurlandi.Fréttablaðið/SMK „Eftir því sem sveitarfélög eru minni, þeim mun meiri er kostnaðurinn á mann. Það hefur verið stefna okkar um áraraðir að mæla almennt með sameiningu sveitarfélaga. En íbúar eiga alltaf síðasta orðið,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Samkvæmt tölum frá SÍS er Fljótsdalshreppur dýrastur allra sveitarfélaga í rekstri og kostaði tíu sinnum meira á hvern íbúa sveitarfélagsins en rekstur Kópavogsbæjar. Stjórnunarkostnaður sveitarfélaga í landinu nam alls rúmum 11 milljörðum króna árið 2008. Það svarar til um 34.000 króna á hvert mannsbarn í landinu. Kostnaðurinn dreifist þó mjög ójafnt niður á sveitarfélögin. Lægstur er stjórnunarkostnaður á hvern íbúa í stærstu sveitarfélögum landsins, í Reykjavík, þar sem hann er rúmar 26.580 krónur og í Kópavogi þar sem hann er 25.319 krónur á hvern íbúa. Á lista yfir þau tíu sveitarfélög þar sem kostnaður er lægstur á íbúa eru fimm af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig tvö sveitarfélög með innan við 2.000 íbúa: Ölfus og Snæfellsbær. Þau tíu sveitarfélög sem eru dýrust í rekstri eru hins vegar öll með færri en 700 íbúa. Tvö þau dýrustu eru með færri en 100 íbúa. Í Fljótsdalshreppi bjuggu 89 manns í lok árs 2008. Rekstur sveitarfélagsins kostaði 243.990 krónur á hvert mannsbarn það ár. Næstdýrast í rekstri var Árneshreppur. Þar bjuggu 50 manns og var stjórnunarkostnaður við sjálfstætt sveitarfélag 152.629 krónur á hvern og einn. Breiðdalshreppur, Súðavíkurhreppur og Arnarneshreppur voru með stjórnunarkostnað upp á 135-137.000 krónur á hvern íbúa. Í hverju þeirra búa um 200 manns. Miklar umræður hafa staðið um sameiningu sveitarfélaganna. Formaður SÍS bendir á að efnuð sveitarfélög, svo sem Fljótsdalshreppur sem hafi tekjur af Kárahnjúkavirkjun, séu tregari en önnur til sameiningar. Ofangreindar tölur byggjast á útreikningum Sambands íslenskra sveitarfélaga á upplýsingum í rekstrarreikningum sveitarfélaga á árinu 2008, er stjórnunarkostnaður reiknaður út frá þeim kostnaði sem ekki er færður á einstaka málaflokka. Meðal helstu kostnaðarliða eru sveitarstjórnirnar sjálfar, endurskoðun, skrifstofur sveitarfélagsins, risna, starfsmannakostnaður og ýmsir styrkir og framlög, sem sveitarfélögin veita. peturg@frettabladid.is Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
„Eftir því sem sveitarfélög eru minni, þeim mun meiri er kostnaðurinn á mann. Það hefur verið stefna okkar um áraraðir að mæla almennt með sameiningu sveitarfélaga. En íbúar eiga alltaf síðasta orðið,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Samkvæmt tölum frá SÍS er Fljótsdalshreppur dýrastur allra sveitarfélaga í rekstri og kostaði tíu sinnum meira á hvern íbúa sveitarfélagsins en rekstur Kópavogsbæjar. Stjórnunarkostnaður sveitarfélaga í landinu nam alls rúmum 11 milljörðum króna árið 2008. Það svarar til um 34.000 króna á hvert mannsbarn í landinu. Kostnaðurinn dreifist þó mjög ójafnt niður á sveitarfélögin. Lægstur er stjórnunarkostnaður á hvern íbúa í stærstu sveitarfélögum landsins, í Reykjavík, þar sem hann er rúmar 26.580 krónur og í Kópavogi þar sem hann er 25.319 krónur á hvern íbúa. Á lista yfir þau tíu sveitarfélög þar sem kostnaður er lægstur á íbúa eru fimm af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig tvö sveitarfélög með innan við 2.000 íbúa: Ölfus og Snæfellsbær. Þau tíu sveitarfélög sem eru dýrust í rekstri eru hins vegar öll með færri en 700 íbúa. Tvö þau dýrustu eru með færri en 100 íbúa. Í Fljótsdalshreppi bjuggu 89 manns í lok árs 2008. Rekstur sveitarfélagsins kostaði 243.990 krónur á hvert mannsbarn það ár. Næstdýrast í rekstri var Árneshreppur. Þar bjuggu 50 manns og var stjórnunarkostnaður við sjálfstætt sveitarfélag 152.629 krónur á hvern og einn. Breiðdalshreppur, Súðavíkurhreppur og Arnarneshreppur voru með stjórnunarkostnað upp á 135-137.000 krónur á hvern íbúa. Í hverju þeirra búa um 200 manns. Miklar umræður hafa staðið um sameiningu sveitarfélaganna. Formaður SÍS bendir á að efnuð sveitarfélög, svo sem Fljótsdalshreppur sem hafi tekjur af Kárahnjúkavirkjun, séu tregari en önnur til sameiningar. Ofangreindar tölur byggjast á útreikningum Sambands íslenskra sveitarfélaga á upplýsingum í rekstrarreikningum sveitarfélaga á árinu 2008, er stjórnunarkostnaður reiknaður út frá þeim kostnaði sem ekki er færður á einstaka málaflokka. Meðal helstu kostnaðarliða eru sveitarstjórnirnar sjálfar, endurskoðun, skrifstofur sveitarfélagsins, risna, starfsmannakostnaður og ýmsir styrkir og framlög, sem sveitarfélögin veita. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira