Erlent

Konan sem faldi Önnu Frank er látin

Óli Tynes skrifar
Miep Gies varð sjálf sögupersóna efrtir stríðið. Hún kunni aldrei við að vera kölluð hetja.
Miep Gies varð sjálf sögupersóna efrtir stríðið. Hún kunni aldrei við að vera kölluð hetja.
Í tvö ár tók Miep Gies þátt í því ásamt öðrum að fela Frank fjölskylduna fyrir nazistum og færa henni mat, bækur og fréttir af því sem var að gerast í umheiminum.

Á bakvið falskan vegg á lofti vöruskemmu voru Anna Frank, foreldrar hennar og systir og fjórir aðrir gyðingar.

Þegar þeir voru loks sviknir í hendur Þjóðverjum fann Giep dagbók Önnu og geymdi hana framyfir stríðslok. Þá afhenti hún föðurnum Ottó hana en hann var sá eini sem komst lífs af.

Anna dó í Bergen Belsen fangabúðunum í mars árið 1945 aðeins tveim vikum áður en bandamenn komu þangað. Hún var fimmtán ára gömul.

Dagbók Önnu Frank var gefin út árið 1947 og er ein af mestu lesnu bóka um síðari heimsstyrjöldina.

Þar veltir þessi unga stúlka fyrir sér lífinu og tilverunni og lýsir vistinni í felustaðnum. Bókin hefur verið gefin út á sextíu og fimm tungumálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×