Sterkara Ísland innan ESB Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. febrúar 2010 06:00 Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum sviðum feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdáun umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskiptaleysi sem við eigum erfitt með að skilja. Efnahagslegir erfiðleikar hafa leitt til þess að í stað þess að vera fyrirmynd annarra ríkja í efnahagslegri velgengni höfum við orðið að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eigum í erfiðum samskiptum við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Okkur þykir sem bandamenn okkar til langs og skamms tíma hafi á ögurstundu brugðist okkur í stað þess að leggja okkur lið. ÓvinafagnaðurÞessi staða er frjór jarðvegur fyrir þá sem vilja ýta undir þjóðerniskennd og rómantískar hugmyndir. Því er haldið fram að réttast sé að Íslendingar láti Evrópu sigla sinn sjó og að okkur farnist best einum og óstuddum með fullt forræði yfir eigin málum og gjaldmiðli. Staðan sýni svart á hvítu að þegar á reyndi yrði aðild að ESB ekkert annað en óvinafagnaður þar sem Ísland mætti sín lítils gegn þjóðum sem hyggja flátt í garð Íslendinga og íslenskra hagsmuna. Að minni hyggju er þessu þveröfugt farið. Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve vegferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkar máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna. Við eigum erindiÍsland er ekki stórveldi og verður aldrei. Ísland er og verður háð samskiptum og viðskipum við aðrar þjóðir. Ísland og Íslendingar hafa samt sem áður sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi í alþjóðlegt samstarf og geta lagt þar gott til mála og að á þá er hlustað. Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagnvart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar á vettvangi fullvalda þjóða. Samvinnan leiðir oftar en ekki til betri lausna en að hver hokri í sínu horni. Aðild að ESB er ekki lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Evra leysir Íslendinga ekki undan því að kunna fótum sínum forráð í stjórn efnahagsmála sinna. Þetta má glöggt læra af vandræðum Grikkja um þessar mundir. Þeirra vandi snýr hins vegar ekki að því að aðild að ESB eða evran hafi steypt þeim í vandræði. Vandi þeirra er algjörlega heimatilbúinn, sannkallað sjálfskaparvíti. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur í för með sér að við verðum að temja okkur meiri aga og ábyrgð í stjórn efnahagsmála á öllum sviðum. Það verður erfitt og ef illa tekst til lendum við í vandræðum. Takist okkur hins vegar að nýta tækifærin af skynsemi er líklegt að við náum langþráðum stöðugleika í efnahagsmálum, minni verðbólgu, lægri vöxtum og áhrif gengissveiflna verði nánast úr sögunni. Þessi ávinningur er hluti af því sem fylgir aðild að ESB. Þjóð meðal þjóðaVið munum ekkert fá á silfurfati frekar en fyrri daginn þótt við göngum í ESB. Eftir sem áður verðum við að vinna hagsmunum okkar framgang af elju og þrautseigju. Með því að velja okkur réttan vettvang til að vinna á verður Ísland sterkara í samfélagi þjóðanna. Það ætti að vera keppikefli okkar allra. STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða er samfélag þeirra sem eru sammála um að vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Sjá nánar á slóðinni: www.sterkaraisland.is. Höfundur er félagsmaður í Sterkara Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum sviðum feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdáun umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskiptaleysi sem við eigum erfitt með að skilja. Efnahagslegir erfiðleikar hafa leitt til þess að í stað þess að vera fyrirmynd annarra ríkja í efnahagslegri velgengni höfum við orðið að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eigum í erfiðum samskiptum við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Okkur þykir sem bandamenn okkar til langs og skamms tíma hafi á ögurstundu brugðist okkur í stað þess að leggja okkur lið. ÓvinafagnaðurÞessi staða er frjór jarðvegur fyrir þá sem vilja ýta undir þjóðerniskennd og rómantískar hugmyndir. Því er haldið fram að réttast sé að Íslendingar láti Evrópu sigla sinn sjó og að okkur farnist best einum og óstuddum með fullt forræði yfir eigin málum og gjaldmiðli. Staðan sýni svart á hvítu að þegar á reyndi yrði aðild að ESB ekkert annað en óvinafagnaður þar sem Ísland mætti sín lítils gegn þjóðum sem hyggja flátt í garð Íslendinga og íslenskra hagsmuna. Að minni hyggju er þessu þveröfugt farið. Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve vegferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkar máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna. Við eigum erindiÍsland er ekki stórveldi og verður aldrei. Ísland er og verður háð samskiptum og viðskipum við aðrar þjóðir. Ísland og Íslendingar hafa samt sem áður sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi í alþjóðlegt samstarf og geta lagt þar gott til mála og að á þá er hlustað. Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagnvart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar á vettvangi fullvalda þjóða. Samvinnan leiðir oftar en ekki til betri lausna en að hver hokri í sínu horni. Aðild að ESB er ekki lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Evra leysir Íslendinga ekki undan því að kunna fótum sínum forráð í stjórn efnahagsmála sinna. Þetta má glöggt læra af vandræðum Grikkja um þessar mundir. Þeirra vandi snýr hins vegar ekki að því að aðild að ESB eða evran hafi steypt þeim í vandræði. Vandi þeirra er algjörlega heimatilbúinn, sannkallað sjálfskaparvíti. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur í för með sér að við verðum að temja okkur meiri aga og ábyrgð í stjórn efnahagsmála á öllum sviðum. Það verður erfitt og ef illa tekst til lendum við í vandræðum. Takist okkur hins vegar að nýta tækifærin af skynsemi er líklegt að við náum langþráðum stöðugleika í efnahagsmálum, minni verðbólgu, lægri vöxtum og áhrif gengissveiflna verði nánast úr sögunni. Þessi ávinningur er hluti af því sem fylgir aðild að ESB. Þjóð meðal þjóðaVið munum ekkert fá á silfurfati frekar en fyrri daginn þótt við göngum í ESB. Eftir sem áður verðum við að vinna hagsmunum okkar framgang af elju og þrautseigju. Með því að velja okkur réttan vettvang til að vinna á verður Ísland sterkara í samfélagi þjóðanna. Það ætti að vera keppikefli okkar allra. STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða er samfélag þeirra sem eru sammála um að vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Sjá nánar á slóðinni: www.sterkaraisland.is. Höfundur er félagsmaður í Sterkara Íslandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun