Erlent

Andlit Jesú sést í hænsnafjöðrum Gloriu

Andlit Jesú Krists þykir sjá greinilega í fjöðrum hænunnar Gloriu en hún er meðal húsdýra á býli í ensku Miðlöndunum. Eigandi hænunnar tók eftir andlitnu þegar hann myndaði Gloriu nýlega í rykbaði.

 

Eigandinn, Mitchell Grainger, segir í samtali við blaðið Halesowen News að hann hafi bókstaflega hrópað „Jesús Kristur" þegar hann fékk myndirnar úr framköllun og sá andlitið í vængfjöðrum Gloriu.

 

Hænan Gloria fékk nafn sitt sökum þess að refur heimsótti hænsnabúr hennar nýlega og drap þar allar 19 hænurnar nema Gloriu sem slapp alveg ómeidd. Eftir það fékk hænan nafn sitt en það er í höfuðið á Gloriu Gaynor sem eitt sinn gerði garðinn frægann með laginu „I Will Survive"








Fleiri fréttir

Sjá meira


×