Erlent

17 myrtir í afmælisveislu

Morðin í Coahuila á sunnudag eru með þeim hrikalegri sem framin hafa verið í tengslum við eiturlyfjastríðið.
Morðin í Coahuila á sunnudag eru með þeim hrikalegri sem framin hafa verið í tengslum við eiturlyfjastríðið.
Byssumenn hófu skotárás í afmælisveislu í borg í Coahuila-ríki í Mexíkó á sunnudagsmorgun með þeim afleiðingum að 17 manns létust, þar á meðal afmælisbarnið. Talið er að morðin tengist eiturlyfjastríðinu í Mexíkó en glæpagengi hafa barist um völdin á svæðinu, sem er ein aðalsmyglleið fyrir eiturlyf inn í Bandaríkin.

Styrjöldin í Mexíkó hefur stigmagnast síðustu misserin með auknu ofbeldi. Fórnarlömbin á sunnudag voru yngst um tvítugt og það elsta var 38 ára en árásarmennirnir skutu meira en 200 skotum af sjálfvirkum vélbyssum. - jma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×