Erlent

Larsson skrifaði ekki Millenium bækurnar

Óli Tynes skrifar
Stieg Larsson.
Stieg Larsson.

Sænskur blaðamaður segir að metsöluhöfundurinn Stieg Larsson hafi skrifað svo illa að útilokað sé að hann hafi skrifað Millenium bækurnar um þau Blomkvist og Lisbet Salander.

Anders Hellberg vann með Stieg Larsson á sjöunda og áttunda áratugnum á fréttastofunni TT. Hann segir að fréttirnar sem Larsson skrifaði hafi verið svo klúðurslegar og ruglingslegar að það hafi alltaf þurft að prófarkalesa þær og laga. Larsson hafi ekki haft nokkra máltilfinningu.

Hellberg segir að hann efist ekki um að Larsson hafi átt grunnhugmyndirnar að bókinni og séð um alla gagnaöflun. Hinsvegar sé útilokað að hann hafi skrifað þær sjálfur. Það hafi einhver annar gert.

Hellberg telur ekki ómögulegt að það hafi verið Eva Gabrielson, sambýliskona Larssons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×