Vettel stoltur af titli Red Bull 7. nóvember 2010 21:43 Sebastian fagnar sigri í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi.
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira