Erlent

Sprengjur sendar á sendiráð í Aþenu

Tveir voru handteknir í Grikklandi í gær grunaðir um að standa fyrir bögglasprengjum. Fréttablaðið/AP
Tveir voru handteknir í Grikklandi í gær grunaðir um að standa fyrir bögglasprengjum. Fréttablaðið/AP
Grísk stjórnvöld hafa stöðvað tímabundið allar bögglasendingar frá Grikklandi eftir að í það minnsta ellefu sprengjur voru sendar sendiráðum í Aþenu og evrópskum þjóðarleiðtogum.

Þrjár af sprengjunum sprungu í Aþenu, en þær voru kraftlitlar og ekki taldar lífshættulegar. Einn póstburðarmaður slasaðist þegar pakki sem hann var að afhenda sprakk, en aðrir hafa ekki slasast í tilræðunum. Sprengjur hafa meðal annars verið sendar á þjóðarleiðtoga Þýskalands, Ítalíu og Frakklands. Tveir hafa verið handteknir í Grikklandi vegna málsins og fimm til viðbótar eru eftirlýstir. Talið er að hópur anarkista beri ábyrgð á sprengjunum.

Engin tengsl eru talin vera á milli sprengjusendinganna í Grikklandi og mun öflugri sprengna sem sendar voru áleiðis til Bandaríkjanna frá Jemen í síðustu viku.

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að efla þyrfti eftirlit með bögglasendingum vegna þeirra tilræða.- bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×