Þér kemur það við 18. júní 2010 04:00 Ölvunarakstur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda er það sannað að fjórða hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Láttu vita. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftirlýstan ofbeldismann eða innbrotsþjóf sem staðinn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar, 112 og tilkynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er að nóg sé af edrú ökumönnum. Fram hefur komið að ölvunarakstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir afbrotamenn umferðarinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er; eru valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Framboð edrú ökumanna og viðurkenning á að þeirra sé þörf er mikilvæg. Áminning til þeirra sem eru að skemmta sér um að aka ekki undir áhrifum hjálpar. Þótt öflug löggæsla sé mjög mikilvæg leið til þess að sporna við ölvunarakstri telja því miður alltof margir að það sé „í lagi“ að aka undir áhrifum áfengis svo fremi að þeir verði ekki á vegi lögreglunnar. Slíkur hugsunarháttur er ekki bara siðlaus – heldur beinlínis lífshættulegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Ölvunarakstur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda er það sannað að fjórða hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Láttu vita. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftirlýstan ofbeldismann eða innbrotsþjóf sem staðinn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar, 112 og tilkynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er að nóg sé af edrú ökumönnum. Fram hefur komið að ölvunarakstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir afbrotamenn umferðarinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er; eru valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Framboð edrú ökumanna og viðurkenning á að þeirra sé þörf er mikilvæg. Áminning til þeirra sem eru að skemmta sér um að aka ekki undir áhrifum hjálpar. Þótt öflug löggæsla sé mjög mikilvæg leið til þess að sporna við ölvunarakstri telja því miður alltof margir að það sé „í lagi“ að aka undir áhrifum áfengis svo fremi að þeir verði ekki á vegi lögreglunnar. Slíkur hugsunarháttur er ekki bara siðlaus – heldur beinlínis lífshættulegur.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar