Erlent

Átti til að rjúka upp á fundum

Nokkrar brjóstmyndir af Hitler eru meðal sýningargripa. nordicphotos/AFP
Nokkrar brjóstmyndir af Hitler eru meðal sýningargripa. nordicphotos/AFP
„Hann er ljúfur í viðkynningu en hneigist til að berja í borð og öskra á fundum,“ segir um nasistaforingjann Adolf Hitler í breskum leyniskjölum, sem nú hafa verið gerð opinber. Í skjölunum er að finna frásögn nítján ára austurrísks liðhlaupa, sem breskir hermenn yfirheyrðu.

Í máli liðhlaupans kemur fram að Hitler hafi oftast vaknað klukkan tíu að morgni og þá fengið sér kaffi og brauð með marmelaði í morgunmat. Síðdegis hafi hann tekið á móti gestum, þar á meðal lækni sínum. Síðan hafi hann unnið langt fram á nótt og oft farið mjög seint að sofa.

„Hann gat ekki þolað að fylgst væri með sér,“ sagði liðhlaupinn. „Vörðum var skipað að hafa hann í sjónmáli en vera sjálfir utan sjónmáls.“- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×