Ameríska hrunið afhjúpað Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 00:01 Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Bíó / *** Inside Job Leikstjóri: Charles Ferguson Sýnd á Haustbíódögum Græna ljóssins í Bíó Paradís Fjármálahrunið 2008 var það mesta frá því að verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi 1929. Í heimildarmyndinni Inside Job reynir leikstjórinn Charles Ferguson að kryfja til mergjar hvað fór úrskeiðis í bandaríska fjármálakerfinu og hverjir báru ábyrgð á því að kerfið brann yfir með tilheyrandi snjóboltaáhrifum sem teygðu sig alla leið til Íslands, Grikklands og Írlands. Ferguson notar reyndar Ísland sem smættaða útgáfu á því hvað varð til þess að alþjóðleg lausafjárkreppa lék marga grátt. Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Hún verður hins vegar stundum fremur langdregin og áhorfandinn gæti misst þráðinn. Hins vegar er það óneitanlega skemmtileg og fróðleg sjón að sjá virta fræðimenn á borð við Fredrick Mishkin engjast um í sætinu sínu yfir einföldum spurningum en á köflum líka skelfilegt að sjá hvernig stjórnmálastéttir og viðskiptablokkir sköruðu eld að sinni köku. Og bara að sinni köku. Niðurstaða: Inside Job er flott mynd um bandaríska efnahagshrunið sem stundum verður þó aðeins of flókin og langdregin. Mest lesið Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Lífið Að hætta kvöld- og næturvafrinu Áskorun Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Blár hvalur í kveðjugjöf Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó / *** Inside Job Leikstjóri: Charles Ferguson Sýnd á Haustbíódögum Græna ljóssins í Bíó Paradís Fjármálahrunið 2008 var það mesta frá því að verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi 1929. Í heimildarmyndinni Inside Job reynir leikstjórinn Charles Ferguson að kryfja til mergjar hvað fór úrskeiðis í bandaríska fjármálakerfinu og hverjir báru ábyrgð á því að kerfið brann yfir með tilheyrandi snjóboltaáhrifum sem teygðu sig alla leið til Íslands, Grikklands og Írlands. Ferguson notar reyndar Ísland sem smættaða útgáfu á því hvað varð til þess að alþjóðleg lausafjárkreppa lék marga grátt. Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Hún verður hins vegar stundum fremur langdregin og áhorfandinn gæti misst þráðinn. Hins vegar er það óneitanlega skemmtileg og fróðleg sjón að sjá virta fræðimenn á borð við Fredrick Mishkin engjast um í sætinu sínu yfir einföldum spurningum en á köflum líka skelfilegt að sjá hvernig stjórnmálastéttir og viðskiptablokkir sköruðu eld að sinni köku. Og bara að sinni köku. Niðurstaða: Inside Job er flott mynd um bandaríska efnahagshrunið sem stundum verður þó aðeins of flókin og langdregin.
Mest lesið Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Lífið Að hætta kvöld- og næturvafrinu Áskorun Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Blár hvalur í kveðjugjöf Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira