Ameríska hrunið afhjúpað Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 00:01 Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Bíó / *** Inside Job Leikstjóri: Charles Ferguson Sýnd á Haustbíódögum Græna ljóssins í Bíó Paradís Fjármálahrunið 2008 var það mesta frá því að verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi 1929. Í heimildarmyndinni Inside Job reynir leikstjórinn Charles Ferguson að kryfja til mergjar hvað fór úrskeiðis í bandaríska fjármálakerfinu og hverjir báru ábyrgð á því að kerfið brann yfir með tilheyrandi snjóboltaáhrifum sem teygðu sig alla leið til Íslands, Grikklands og Írlands. Ferguson notar reyndar Ísland sem smættaða útgáfu á því hvað varð til þess að alþjóðleg lausafjárkreppa lék marga grátt. Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Hún verður hins vegar stundum fremur langdregin og áhorfandinn gæti misst þráðinn. Hins vegar er það óneitanlega skemmtileg og fróðleg sjón að sjá virta fræðimenn á borð við Fredrick Mishkin engjast um í sætinu sínu yfir einföldum spurningum en á köflum líka skelfilegt að sjá hvernig stjórnmálastéttir og viðskiptablokkir sköruðu eld að sinni köku. Og bara að sinni köku. Niðurstaða: Inside Job er flott mynd um bandaríska efnahagshrunið sem stundum verður þó aðeins of flókin og langdregin. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó / *** Inside Job Leikstjóri: Charles Ferguson Sýnd á Haustbíódögum Græna ljóssins í Bíó Paradís Fjármálahrunið 2008 var það mesta frá því að verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi 1929. Í heimildarmyndinni Inside Job reynir leikstjórinn Charles Ferguson að kryfja til mergjar hvað fór úrskeiðis í bandaríska fjármálakerfinu og hverjir báru ábyrgð á því að kerfið brann yfir með tilheyrandi snjóboltaáhrifum sem teygðu sig alla leið til Íslands, Grikklands og Írlands. Ferguson notar reyndar Ísland sem smættaða útgáfu á því hvað varð til þess að alþjóðleg lausafjárkreppa lék marga grátt. Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Hún verður hins vegar stundum fremur langdregin og áhorfandinn gæti misst þráðinn. Hins vegar er það óneitanlega skemmtileg og fróðleg sjón að sjá virta fræðimenn á borð við Fredrick Mishkin engjast um í sætinu sínu yfir einföldum spurningum en á köflum líka skelfilegt að sjá hvernig stjórnmálastéttir og viðskiptablokkir sköruðu eld að sinni köku. Og bara að sinni köku. Niðurstaða: Inside Job er flott mynd um bandaríska efnahagshrunið sem stundum verður þó aðeins of flókin og langdregin.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira