Ameríska hrunið afhjúpað Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 00:01 Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Bíó / *** Inside Job Leikstjóri: Charles Ferguson Sýnd á Haustbíódögum Græna ljóssins í Bíó Paradís Fjármálahrunið 2008 var það mesta frá því að verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi 1929. Í heimildarmyndinni Inside Job reynir leikstjórinn Charles Ferguson að kryfja til mergjar hvað fór úrskeiðis í bandaríska fjármálakerfinu og hverjir báru ábyrgð á því að kerfið brann yfir með tilheyrandi snjóboltaáhrifum sem teygðu sig alla leið til Íslands, Grikklands og Írlands. Ferguson notar reyndar Ísland sem smættaða útgáfu á því hvað varð til þess að alþjóðleg lausafjárkreppa lék marga grátt. Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Hún verður hins vegar stundum fremur langdregin og áhorfandinn gæti misst þráðinn. Hins vegar er það óneitanlega skemmtileg og fróðleg sjón að sjá virta fræðimenn á borð við Fredrick Mishkin engjast um í sætinu sínu yfir einföldum spurningum en á köflum líka skelfilegt að sjá hvernig stjórnmálastéttir og viðskiptablokkir sköruðu eld að sinni köku. Og bara að sinni köku. Niðurstaða: Inside Job er flott mynd um bandaríska efnahagshrunið sem stundum verður þó aðeins of flókin og langdregin. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó / *** Inside Job Leikstjóri: Charles Ferguson Sýnd á Haustbíódögum Græna ljóssins í Bíó Paradís Fjármálahrunið 2008 var það mesta frá því að verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi 1929. Í heimildarmyndinni Inside Job reynir leikstjórinn Charles Ferguson að kryfja til mergjar hvað fór úrskeiðis í bandaríska fjármálakerfinu og hverjir báru ábyrgð á því að kerfið brann yfir með tilheyrandi snjóboltaáhrifum sem teygðu sig alla leið til Íslands, Grikklands og Írlands. Ferguson notar reyndar Ísland sem smættaða útgáfu á því hvað varð til þess að alþjóðleg lausafjárkreppa lék marga grátt. Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Hún verður hins vegar stundum fremur langdregin og áhorfandinn gæti misst þráðinn. Hins vegar er það óneitanlega skemmtileg og fróðleg sjón að sjá virta fræðimenn á borð við Fredrick Mishkin engjast um í sætinu sínu yfir einföldum spurningum en á köflum líka skelfilegt að sjá hvernig stjórnmálastéttir og viðskiptablokkir sköruðu eld að sinni köku. Og bara að sinni köku. Niðurstaða: Inside Job er flott mynd um bandaríska efnahagshrunið sem stundum verður þó aðeins of flókin og langdregin.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira