Innlent

Athugun á fjárhagsstöðu Álftaness lokið í júní

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Álftanesbær er illa settur fjárhagslega. Mynd/ Vilhelm.
Álftanesbær er illa settur fjárhagslega. Mynd/ Vilhelm.
Ríkisendurskoðun vinnur að því að ljúka athugun á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftaness.

Hinn 25. janúar síðastliðinn fólu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga Ríkisendurskoðun að gera athugun á fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Álftaness. Skyldi athugunin beinast að tveimur atriðum. Annars vegar að því hvort gildandi reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla tækju nægjanlegt tillit til aðstæðna á Álftanesi. Hins vegar að því hvaða ákvarðanir væru undirrót erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og hvort þær og upplýsingagjöf sveitarfélagsins til EFS hefðu verið í samræmi við lög.

Í frétt á vef Ríkisendurskoðunar segir að við athugunina hafi verið aflað margvíslegra gagna og rætt við fjölda aðila, svo sem bæjarfulltrúa og starfsmenn sveitarfélagsins Álftaness, fulltrúa ráðuneyta, EFS o.fl. Enn sé eftir að ræða við nokkra aðila og greina upplýsingar en sú vinna sé á lokastigi. Stefnt er að því að skýrsludrög verði send hlutaðaeigandi aðilum til umsagnar í annarri viku júní og að endanleg skýrsla verði birt um miðjan mánuðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×