Erlent

Yfir 700 manns hafa farist í miklum flóðum í Kína

Yfir 700 manns hafa farist og hundruða fleiri er saknað í einhverjum verstu flóðum sem herjað hafa á Kína á seinni tímum.

Flóðin, sem koma í kjörfar mikillar úrkomu, hafa haft áhrif á líf 117 milljóna Kínverja í 27 hérurðum landsins og 7 stórum borgum.

Vatnsmagnið í yfir 200 ám og fljótum er yfir hættumörkunum. Það voru einkum miklar rigningar í suðurhluta landsins fyrr í júlí sem hafa valdið miklum skaða.

Veðurfræðingar hafa spáð því að sex stórir hitabeltisstormar muni skella á Kína í ár og gera ástandið verra en það er. Einn slíkur stormur er nú að skríða inn á suðurströnd landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×