Stjórnvöld munu fá helming framlaga 21. júlí 2010 06:00 Sérfræðingar í málefnum Afganistans létu í gær í ljós efasemdir um að afganskar her- og lögreglusveitir yrðu reiðubúnar til að taka við af erlendu herliði fyrir árið 2014, eins og forseti Afganistans fullyrti í gær. Nordicphotos/AFP Staðið verður við það markmið að afganski herinn taki við öryggisgæslu í Afganistan fyrir árið 2014. Þetta sagði Hamid Karzai, forseti landsins, á alþjóðaráðstefnu um málefni þess sem fram fór í Kabúl í gær. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir að ekki komi til greina að fara frá landinu fyrr en víst sé að Afganar ráði við stjórnina. Jafnvel þó að þeir taki yfir öryggisgæslu munu hersveitir NATO vera áfram í landinu. Karzai óskaði einnig eftir því í ræðu sinni að stjórnvöld fengju meira af þeim fjármunum sem alþjóðasamfélagið setur í uppbyggingarstarf í landinu. Hingað til hafa lönd verið treg til að veita ríkisstjórn landsins fjármagn heldur hafa látið mestan hluta aðstoðarinnar í alþjóðlegar hjálparstofnanir. Samþykkt var í lok ráðstefnunnar að afgönsk stjórnvöld fengju 50 prósent framlaganna á næstu tveimur árum, en þau fá um fimmtung framlaganna í dag. Karzai hafði óskað eftir því að enn hærra hlutfall rynni til stjórnvalda. Fulltrúar sjötíu ríkja komu saman á ráðstefnunni í gær. Öryggisgæsla var gríðarlega mikil í Kabúl og var borginni nánast lokað fyrir umferð. Þrátt fyrir miklar öryggisráðstafanir var eldflaugum skotið á flugvöll borgarinnar og kom árásin til að mynda í veg fyrir að flugvél með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, gæti lent á vellinum. Þeir flugu í þyrlu á áfangastað, en utanríkisráðherra Danmerkur, Lene Espersen, missti af ráðstefnunni vegna þessa. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Staðið verður við það markmið að afganski herinn taki við öryggisgæslu í Afganistan fyrir árið 2014. Þetta sagði Hamid Karzai, forseti landsins, á alþjóðaráðstefnu um málefni þess sem fram fór í Kabúl í gær. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir að ekki komi til greina að fara frá landinu fyrr en víst sé að Afganar ráði við stjórnina. Jafnvel þó að þeir taki yfir öryggisgæslu munu hersveitir NATO vera áfram í landinu. Karzai óskaði einnig eftir því í ræðu sinni að stjórnvöld fengju meira af þeim fjármunum sem alþjóðasamfélagið setur í uppbyggingarstarf í landinu. Hingað til hafa lönd verið treg til að veita ríkisstjórn landsins fjármagn heldur hafa látið mestan hluta aðstoðarinnar í alþjóðlegar hjálparstofnanir. Samþykkt var í lok ráðstefnunnar að afgönsk stjórnvöld fengju 50 prósent framlaganna á næstu tveimur árum, en þau fá um fimmtung framlaganna í dag. Karzai hafði óskað eftir því að enn hærra hlutfall rynni til stjórnvalda. Fulltrúar sjötíu ríkja komu saman á ráðstefnunni í gær. Öryggisgæsla var gríðarlega mikil í Kabúl og var borginni nánast lokað fyrir umferð. Þrátt fyrir miklar öryggisráðstafanir var eldflaugum skotið á flugvöll borgarinnar og kom árásin til að mynda í veg fyrir að flugvél með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, gæti lent á vellinum. Þeir flugu í þyrlu á áfangastað, en utanríkisráðherra Danmerkur, Lene Espersen, missti af ráðstefnunni vegna þessa. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira