Erlent

Kona í ísraelska hernum hefur fengið líflátshótanir

Myndin umdeilda
Myndin umdeilda
Fyrrum hermaður í ísraelska hernum sem setti myndir af sér með palestínskum föngum inn á Fésbókarsíðu sína segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar myndbirtingarinnar en myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð víða um heim.

Eden Aberjil fyrrum hermaður í ísraelska hernum tók myndir af sér brosandi með palestínskum föngum sem voru með bundið fyrir augun og á höndum. Hún segist hafa tekið myndirnar til að eiga minningar frá dvöl sinni í Palestínu en þær voru í myndaalbúmi á Fésbókarsíðu hennar sem hét: "Herinn; bestu dagar lífs míns".

Myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð um víða heim en margir telja þær forkastanlegar.

Hún segist hafa fengið líflátshótanir og kveðst hún hissa á öllu umstanginu í kringum myndbirtinguna en markmiðið hafi ekki verið að setja fram pólitíska staðhæfingu og að allir fangar hafi verið meðhöndlaðir á mannúðlegan hátt. Hún segir furðulegt að hafa valdið svo miklu fjaðrafoki því tilgangur hennar hafi ekki verið að spilla friðinn.

Ísraelsher fordæmdi myndirnar og sagði þær brot á siðareglum hersins en þar sem hún sé hætt í hernum verði henni ekki refsað sérstaklega fyrir athæfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×