Erlent

47 létust í rútuslysi á Filippseyjum

Smárúta með 47 innanborðs steyptist í hundrað metra djúpt gljúfur á Filippseyjum í nótt er hún var á leiðinni til San Fernando borgar. Talið er að minnsta kosti 39 eru látnir.

Rannsókn á slysinu beinist nú að því hvort að bremsubúnaður rútunnar hafi orsakað slysið, samkvæmt frétt CNN um málið. Slysið varð á svipuðum slóðum og annað slys í fyrra. Þar fór smárúta út af veginum og 21 lét lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×