Nýtt lýðveldi? Örn Ólafsson skrifar 27. apríl 2010 10:03 Njörður Njarðvík segir í Vísisgrein að vegna efnahagshrunsins þurfi nýtt lýðveldi á Íslandi með nýja stjórnarskrá. Hann hefur sagt þetta rúmu ári fyrr, og vildi þá afnema þingræði á Íslandi í hálft annað ár, og skipa „utanþingsstjórn valinkunnra manna og kvenna með víðtæku Valdsviði". Ekki fylgdu upplýsingar um hver ætti að velja þetta valinkunna fólk eða hvernig. Þessa kröfu reisir Njörður ekki núna, enda hafa síðan verið þingkosningar og ný stjórnarmyndun, og birst hefur sú rannsókn á orsökum hrunsins sem hann og fleiri kröfðust. En fyrst Njörður vísar fyrirvaralaust til fyrri greinar sinnar um þetta, mætti ætla að enn sé hann sama sinnis. Tillögur hans um breytingar á kosningalögum eru vissulega umræðuverðar. Að landið verði eitt kjördæmi, að þingmenn megi ekki vera ráðherrar, og ekki gegna öðru starfi utan þings. Öllu verri eru aðrar tillögur, og virðast gerðar af vanþekkingu, svo sem að þingmenn megi ekki hafa aðstoðarmenn. Það sem ég þekki til eru þessir aðstoðarmenn til að afla upplýsinga, og auka þannig virkni alþingismanna og sjálfstæði. Alþingi ræður þá suma, en eðlilegt virðist að þingmenn velji sér aðstoðarfólk sem þeir vita að er sama sinnis og þeir í meginatriðum. Einnig það ætti að efla sjálfstæði þingsins. Dæmi Njarðar um ný lýðveldi sýna best hve gjörsamlega út í hött sú hugmynd er að líkt sé á komið á Íslandi nú. Auðvitað þurfti nýja stjórnarskrá fyrir það þingræðislega þýska ríki sem stofnað var á rústum einræðis nasistaríkisins, sömuleiðis þurfti Suður Afríka nýja stjórnarskrá eftir að Apartheid var afnumið og komið á þingræði með almennum atkvæðisrétti. Franska dæmið er flóknara, en 4. lýðveldinu lauk með valdráni de Gaulle í ringulreið Alsírstríðsins. Stjórnlagabreyting hans minnir mig að hafi fyrst og fremst falið í sér að stórauka vald forseta að bandarískri fyrirmynd, og skipta Frakklandi í einmenningskjördæmi. Rökin voru þau, að urmull smáflokka með óstöðugum samsteypustjórnum hafi leitt til tíðra stjórnarskipta og nýja kerfið tryggði meirihlutastjórn stórflokks eða samsteypu. Sem og varð, en þetta er ólýðræðislegt kerfi, rétt eins og í Bretlandi, þar sem þingmeirihluti byggist iðulega á minnihluta kjósenda. Síst virðist þörf á einmenningskjördæmum á Íslandi, þar sem kerfi fjögurra flokka hefur reynst mjög stöðugt í ómunatíð. Og hver vildi auka vald forseta í ljósi afskipta hans á síðustu árum? Meginatriðið er þó, að enda þótt ýmsir hafi kallað á nýja stjórnarskrá sem viðbrögð við hruninu, þá minnist ég ekki að nokkur hafi sýnt fram á að efnahagshrun Íslendinga hafi stafað af gallaðri stjórnarskrá! Né hefur þetta fólk bent á áberandi galla á stjórnarskránni, sem brýnt sé að bæta úr. Nýfrjálshyggjan í efnahagsmálum leiddi til þessara ófara, og ábyrgðin er þeirra stjórnmálaflokka sem lögðust flatir og umhugsunarlaust undir hana. Þessi krafa um nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá vegna efnahagshrunsins er ámóta snjöll og ef maður brygðist við eldsvoða í húsi sínu með því að fara að hita heilmikið af vatni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Njörður Njarðvík segir í Vísisgrein að vegna efnahagshrunsins þurfi nýtt lýðveldi á Íslandi með nýja stjórnarskrá. Hann hefur sagt þetta rúmu ári fyrr, og vildi þá afnema þingræði á Íslandi í hálft annað ár, og skipa „utanþingsstjórn valinkunnra manna og kvenna með víðtæku Valdsviði". Ekki fylgdu upplýsingar um hver ætti að velja þetta valinkunna fólk eða hvernig. Þessa kröfu reisir Njörður ekki núna, enda hafa síðan verið þingkosningar og ný stjórnarmyndun, og birst hefur sú rannsókn á orsökum hrunsins sem hann og fleiri kröfðust. En fyrst Njörður vísar fyrirvaralaust til fyrri greinar sinnar um þetta, mætti ætla að enn sé hann sama sinnis. Tillögur hans um breytingar á kosningalögum eru vissulega umræðuverðar. Að landið verði eitt kjördæmi, að þingmenn megi ekki vera ráðherrar, og ekki gegna öðru starfi utan þings. Öllu verri eru aðrar tillögur, og virðast gerðar af vanþekkingu, svo sem að þingmenn megi ekki hafa aðstoðarmenn. Það sem ég þekki til eru þessir aðstoðarmenn til að afla upplýsinga, og auka þannig virkni alþingismanna og sjálfstæði. Alþingi ræður þá suma, en eðlilegt virðist að þingmenn velji sér aðstoðarfólk sem þeir vita að er sama sinnis og þeir í meginatriðum. Einnig það ætti að efla sjálfstæði þingsins. Dæmi Njarðar um ný lýðveldi sýna best hve gjörsamlega út í hött sú hugmynd er að líkt sé á komið á Íslandi nú. Auðvitað þurfti nýja stjórnarskrá fyrir það þingræðislega þýska ríki sem stofnað var á rústum einræðis nasistaríkisins, sömuleiðis þurfti Suður Afríka nýja stjórnarskrá eftir að Apartheid var afnumið og komið á þingræði með almennum atkvæðisrétti. Franska dæmið er flóknara, en 4. lýðveldinu lauk með valdráni de Gaulle í ringulreið Alsírstríðsins. Stjórnlagabreyting hans minnir mig að hafi fyrst og fremst falið í sér að stórauka vald forseta að bandarískri fyrirmynd, og skipta Frakklandi í einmenningskjördæmi. Rökin voru þau, að urmull smáflokka með óstöðugum samsteypustjórnum hafi leitt til tíðra stjórnarskipta og nýja kerfið tryggði meirihlutastjórn stórflokks eða samsteypu. Sem og varð, en þetta er ólýðræðislegt kerfi, rétt eins og í Bretlandi, þar sem þingmeirihluti byggist iðulega á minnihluta kjósenda. Síst virðist þörf á einmenningskjördæmum á Íslandi, þar sem kerfi fjögurra flokka hefur reynst mjög stöðugt í ómunatíð. Og hver vildi auka vald forseta í ljósi afskipta hans á síðustu árum? Meginatriðið er þó, að enda þótt ýmsir hafi kallað á nýja stjórnarskrá sem viðbrögð við hruninu, þá minnist ég ekki að nokkur hafi sýnt fram á að efnahagshrun Íslendinga hafi stafað af gallaðri stjórnarskrá! Né hefur þetta fólk bent á áberandi galla á stjórnarskránni, sem brýnt sé að bæta úr. Nýfrjálshyggjan í efnahagsmálum leiddi til þessara ófara, og ábyrgðin er þeirra stjórnmálaflokka sem lögðust flatir og umhugsunarlaust undir hana. Þessi krafa um nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá vegna efnahagshrunsins er ámóta snjöll og ef maður brygðist við eldsvoða í húsi sínu með því að fara að hita heilmikið af vatni.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun