Innlent

Ferðaþjónustan fagnar ákvörðun um markaðsátak

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF.
Samtök ferðaþjónustunnar fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á Íslandi vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki og sveitarfélög leggi sömu upphæð á móti. Í tilkynningu frá samtökunum segir að nú þegar hafi orðið mikið tjón hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og brýnt að snúa vörn í sókn þegar flug verður komið í eðlilegt horf. „Það er mikilvægt bæði fyrir ferðaþjónustuna og íslenskt þjóðarbú."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×