Erlent

Ljónin gerðu árás -myndband

Óli Tynes skrifar

Mikil skelfing greip um sig í sirkus í Úkraínu þegar ljónin réðust á temjara sína. Ekki einusinni heldur mörgum sinnum.

Aðstoðarmenn reyndu að halda dýrunum í skefjum með því að sprauta á þau vatni, en það dugði ekki til.

Það vekur athygli að veggirnir umhverfis ljónagryfjuna virðast ekki mjög háir. Ljónin hefðu sjálfsagt farið létt með að stökkva yfir þá ef þau hefði langað til þess að gæða sér á áhorfendum.

Til þess kom þó ekki. Ljónatemjararnir hlutu mörg bitsár en ekki lífshættuleg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×