Erlent

Frakkar banna líklegast Búrkur

Frönsk þingnefnd mælti með því í dag að bann verði sett við því að múslimskar konur klæðist svokölluöum búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlitið. Verði lög sett í samræmi við tilmæli nefndarinnar yrði bannað að klæðast slíkum fatnaði í skólum, á spítulum og í almenningsfarartækjum á borð við lestir og strætisvagna.

Konum sem klæðast slíkum flíkum yrði þó ekki bannað að klæðast þeim úti á götu. Nefndin ákvað að mæla ekki með allsherjarbanniþví nefndarmennirnir 32 gátu ekki komið sér saman um það. Nefndin hóf störf fyrir hálfu ári eftir að að Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti sagði að Búrkan væri ekki vel séð í Frakklandi.

Nái bannið fram að ganga er fastlega búist við að lögin verði kærð hjá hæstarétti í Frakklandi og hjá Evrópusambandinu. Skoðanakannanir sýna að um helmingur Frakka er fylgjandi slíku banni en stjórnvöld áætla að um 2000 konur í Frakklandi klæðist slæðum á borð við Búrka sem hylur allan líkamann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×