Sirkus Tigers Woods hefst í dag 8. apríl 2010 04:00 Tiger á Augusta-vellinum ásamt Steve Williams, kylfusveini sínum. Þótt áhorfendurnir í bakgrunni séu þónokkrir er þetta eingöngu æfingahringur hjá kylfingnum. NordicPhotos/Getty Kylfingurinn Tiger Woods slær sitt fyrsta golfhögg í fimm mánuði klukkan 17.42 að íslenskum tíma á Augusta-vellinum í Georgíu-ríki þegar US Masters í golfi hefst í dag. Búist er við miklum fjölmiðlasirkus í kringum kylfinginn þá fjóra daga sem mótið stendur. Tiger Woods er einn frægasti einstaklingur í heimi. Og eftir að upp komst um framhjáhald hans hefur Tiger verið í fréttum fyrir allt annað en golf. Nú hillir hins vegar undir lok þessa tímabils í lífi hans þegar hann mætir til leiks á Masters-mótinu sem er eitt af fjórum stóru mótunum á mótaröðinni í golfi. Fjölmiðlafárið í kringum Tiger hófst raunar á þriðjudaginn þegar hann hélt fjörutíu mínútna langan blaðamannafund. Mótshaldarar höfðu síðan gert ráðstafanir til að vernda Tiger frá utanaðkomandi áreiti en teyminu í kringum kylfinginn fannst það greinilega ekki nóg því þeir réðu sérstaka lífverði sem munu hafa augu og eyru með áhorfendum. Samkvæmt breska blaðinu The Sun fengu þeir myndir í sínar hendur af meintum ástkonum Tigers og einn þeirra ku víst hafa áreitt „óbreyttan" kvenkyns aðdáanda vegna gruns um að þarna væri klámmyndaleikkonan Joslyn James mætt. Svo reyndist þó ekki vera. Blaðamenn biðu síðan spenntir eftir því á þriðjudaginn þegar tilkynnt var um hvernig rásröðin yrði. Vafalítið kom það engum á óvart að Tiger mun hefja leik á besta sjónvarpstíma þar vestra, eða klukkan 13.42. Þar sem fjögurra tíma mismunur er á Georgíu og Íslandi munu íslenskir golfaðdáendur að öllum líkindum sjá síðustu holurnar hjá kylfingnum en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan níu í kvöld. Á morgun verður Tiger hins vegar ekkert í mynd þar sem hann á rástíma snemma um morguninn. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods slær sitt fyrsta golfhögg í fimm mánuði klukkan 17.42 að íslenskum tíma á Augusta-vellinum í Georgíu-ríki þegar US Masters í golfi hefst í dag. Búist er við miklum fjölmiðlasirkus í kringum kylfinginn þá fjóra daga sem mótið stendur. Tiger Woods er einn frægasti einstaklingur í heimi. Og eftir að upp komst um framhjáhald hans hefur Tiger verið í fréttum fyrir allt annað en golf. Nú hillir hins vegar undir lok þessa tímabils í lífi hans þegar hann mætir til leiks á Masters-mótinu sem er eitt af fjórum stóru mótunum á mótaröðinni í golfi. Fjölmiðlafárið í kringum Tiger hófst raunar á þriðjudaginn þegar hann hélt fjörutíu mínútna langan blaðamannafund. Mótshaldarar höfðu síðan gert ráðstafanir til að vernda Tiger frá utanaðkomandi áreiti en teyminu í kringum kylfinginn fannst það greinilega ekki nóg því þeir réðu sérstaka lífverði sem munu hafa augu og eyru með áhorfendum. Samkvæmt breska blaðinu The Sun fengu þeir myndir í sínar hendur af meintum ástkonum Tigers og einn þeirra ku víst hafa áreitt „óbreyttan" kvenkyns aðdáanda vegna gruns um að þarna væri klámmyndaleikkonan Joslyn James mætt. Svo reyndist þó ekki vera. Blaðamenn biðu síðan spenntir eftir því á þriðjudaginn þegar tilkynnt var um hvernig rásröðin yrði. Vafalítið kom það engum á óvart að Tiger mun hefja leik á besta sjónvarpstíma þar vestra, eða klukkan 13.42. Þar sem fjögurra tíma mismunur er á Georgíu og Íslandi munu íslenskir golfaðdáendur að öllum líkindum sjá síðustu holurnar hjá kylfingnum en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan níu í kvöld. Á morgun verður Tiger hins vegar ekkert í mynd þar sem hann á rástíma snemma um morguninn. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“