Erlent

Ráðherrar reknir fyrir bruðl

Óli Tynes skrifar
París. Myndin er tekin af þaki Notre Dame dómkirkjunnar.
París. Myndin er tekin af þaki Notre Dame dómkirkjunnar.

Tveir franskir ráðherrar hafa sagt af sér eftir að hafa orðið uppvísir að því að bruðla með opinbert fé.

Annar ráðherrann eyddi átján milljónum króna í einkaþotu til þess að flytja sig á fund á eyju í Karabiska hafinu.

Hinn eyddi tæpum tveim milljónum króna í vindla.

Nicolas Sarkozy forseti og Francois Fillon forsætisráðherra komust að þeirri niðurstöðu að ráðherrarnir yrðu að fara.

Talsmaður þeirra sagði við fréttamenn að þeir hefðu ákveðið að taka á þessu máli þar sem franska þjóðin hvorki skildi né gæti sætt sig við framferði ráðherranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×