Erlent

Ástralía: Ákærður fyrir að kveikja í kjarreldum

Ástrali kom fyrir rétt í dag í Melbourne en hann er sakaður um að hafa kveikt skógareld af ráðnum hug í fyrra en tíu manns létust í eldinum. Miklir skógar og kjarreldar geisuðu í suðurhluta Ástralíu í fyrra og allt í allt létust 173 í eldunum. Brendan Sokaluk er ákærður fyrir að hafa átt upptökin að einum þeirra en hann segist saklaus.

Auk þeirra tíu sem létust slösuðust 23 alvarlega og tjón af völdum eldsins var gríðarlegt. Verði hann sakfelldur má hann búast við lífstíðarfangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×