Erlent

Ætluðu að jafna Jyllands-Posten við jörðu

Óli Tynes skrifar

Islamskir hryðjuverkamenn ætluðu að jafna höfuðstöðvar danska blaðsins Jyllandsposten við jörðu vegna múhameðsteikninganna svokölluðu.

Ætlunin var að hlaða flutningabíla með sprengiefni, aka þeim að tvennum höfuðstöðvum blaðsins og sprengja þá þar.

Þessari árás var frestað vegna mikils þrýstings sem myndaðist á hryðjuverkamenn eftir árásina á Mumbai á Indlandi á síðasta ári.

Sú árás stóð í þrjá daga og kostaði yfir 160 manns lífið. Fjórir menn hafa nú verið ákærðir í Bandaríkjunum vegna árásarinnar á Indlandi og hinnar fyrirhuguðu árásar í Danmörku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×