Misvægi atkvæða í ESB Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. desember 2010 05:30 Ritstjóri Fréttablaðsins telur misvægi atkvæða vera brot á grundvallarmannréttindum og segir að stjórnmálafræðingar hafi ekki fundið í veröldinni jafnkerfisbundna mismunun og hann telur vera hér á landi. Með þessu styður hann þá skoðun sína að landið eigi að vera eitt kjördæmi og finnur að því í skoðun föstudagsblaðsins að ég skuli vera annarrar skoðunar. Nú liggja fyrir úrslit í kosningunni til stjórnlagaþings þar sem landið var eitt kjördæmi. Það fyrirkomulag leiðir greinilega fram að meirihlutinn fær ekki aðeins meirihluta þingsæta heldur nánast öll. Minnihlutinn fær nánast enga fulltrúa kjörna af sínu landsvæði. Kjósendur á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum eru sviptir fulltrúum sínum. Þetta misvægi er miklu meira en það sem ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýnir, en lætur samt nú óátalið. Það skipir líklega öllu máli á hvorn veginn misvægið er. Misvægi atkvæða er víða þekkt og er rökstutt með því að líta til allra þátta og vega þá og meta saman. Íbúar í höfuðborg Bandaríkjanna fá ekki að kjósa til öldungadeildar, þar sem þeir hafi mikil áhrif fyrir í krafti aðseturs þingsins og ríkisstjórnar. Misvægi atkvæða í Kaliforníu og Alaska er 1:54, en bæði ríkin kjósa 2 fulltrúa til öldungadeildar. Misvægi atkvæða í Bretlandi milli kjördæma var mest 1:4 síðast þegar ég leit á það. En kannski er athyglisverðast misvægið milli landa í kosningum til Evrópuþingsins. Ég hygg að ritstjóri Fréttablaðsins sé fylgjandi því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Í kosningunum í fyrra var misvægi atkvæða milli kjósenda í Möltu og Danmörk 5:1, milli Danmerkur og Þýskalands 2:1 og milli Möltu og Þýskalands 10:1. Þetta er fyrirkomulag sem ritstjórinn segir vera brot á grundvallarmannréttindum, en ESB og aðildarlönd þess ekki. Ef Íslendingar ganga í sambandið og fá jafnmarga þingmenn og Malta þá vex mesta misvægi atkvæða upp í 15:1. Ég veit ekki annað en að íslensk stjórnvöld geri kröfu til þess að fá þetta misvægi atkvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins telur misvægi atkvæða vera brot á grundvallarmannréttindum og segir að stjórnmálafræðingar hafi ekki fundið í veröldinni jafnkerfisbundna mismunun og hann telur vera hér á landi. Með þessu styður hann þá skoðun sína að landið eigi að vera eitt kjördæmi og finnur að því í skoðun föstudagsblaðsins að ég skuli vera annarrar skoðunar. Nú liggja fyrir úrslit í kosningunni til stjórnlagaþings þar sem landið var eitt kjördæmi. Það fyrirkomulag leiðir greinilega fram að meirihlutinn fær ekki aðeins meirihluta þingsæta heldur nánast öll. Minnihlutinn fær nánast enga fulltrúa kjörna af sínu landsvæði. Kjósendur á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum eru sviptir fulltrúum sínum. Þetta misvægi er miklu meira en það sem ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýnir, en lætur samt nú óátalið. Það skipir líklega öllu máli á hvorn veginn misvægið er. Misvægi atkvæða er víða þekkt og er rökstutt með því að líta til allra þátta og vega þá og meta saman. Íbúar í höfuðborg Bandaríkjanna fá ekki að kjósa til öldungadeildar, þar sem þeir hafi mikil áhrif fyrir í krafti aðseturs þingsins og ríkisstjórnar. Misvægi atkvæða í Kaliforníu og Alaska er 1:54, en bæði ríkin kjósa 2 fulltrúa til öldungadeildar. Misvægi atkvæða í Bretlandi milli kjördæma var mest 1:4 síðast þegar ég leit á það. En kannski er athyglisverðast misvægið milli landa í kosningum til Evrópuþingsins. Ég hygg að ritstjóri Fréttablaðsins sé fylgjandi því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Í kosningunum í fyrra var misvægi atkvæða milli kjósenda í Möltu og Danmörk 5:1, milli Danmerkur og Þýskalands 2:1 og milli Möltu og Þýskalands 10:1. Þetta er fyrirkomulag sem ritstjórinn segir vera brot á grundvallarmannréttindum, en ESB og aðildarlönd þess ekki. Ef Íslendingar ganga í sambandið og fá jafnmarga þingmenn og Malta þá vex mesta misvægi atkvæða upp í 15:1. Ég veit ekki annað en að íslensk stjórnvöld geri kröfu til þess að fá þetta misvægi atkvæða.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar