Það er líf og fjög og mikið fjölmenni í Seljaskóla á Stjörnuhátíð KKÍ. Margir skemmtilegir viðburðir hafa farið fram í dag og sá nýjasti er Skotkeppni stjarnanna þar sem fjögur lið tóku þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
Lið KR, Hauka, Njarðvíkur og Keflavíkur reyndu sig í Skotkeppni stjarnanna að þessu sinni en að lokum var það lið KR sem vann nokkuð örugglega en Keflavík endaði í öðru æti.
KR-ingar fóru brautina á 42 sekúndum en skotið var frá sex stöðum. Lokastaðurinn var frá miðju og var það stórskyttan Brynjar Þór Björnsson sem kláraði fyrir KR.
Lokastaðan:
KR 42 sekúndur
Keflavík 48 sekúndur
Njarðvík 50 sekúndur
Haukar 1 mínúta og 33 sekúndur
Stjörnuhátíð KKÍ: KR-ingar unnu skotkeppni stjarnanna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn



