Umfjöllun: Björgvin hetja Haukanna í Hafnarfjarðaslagnum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2010 22:53 Björgvin Þór Hólmgeirsson skorar eitt marka sinna í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld fór fram Hafnarfjarðaslagur í N1-deild karla í handbolta er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu veisluna snemma og gæddu sér á grilluðum hamborgurum á meðan þeir bræður Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu til að koma áhorfendum í rétta skapið. Það reyndist þó ekki nóg því Björgvin Þór Hólmgeirsson stal sigrunum fyrir Hauka á loka sekúndu leiksins og allt varð brjálað í Hafnarfirði. Leikurinn fór vel af stað og mikil eftirvænting í báðum liðum eins og er alltaf fyrir þessa leiki, slaginn um Hafnafjörð. Pálmar Pétursson markvörður FH-inga hefði getað sett skilti fyrir utan teig og látið gestina vita að það væri lokað hjá honum þetta kvöldið. Hann varði hvað eftir annað og gaf mikinn kraft í FH-ingana. Haukarnir virkuðu frekar smeykir og klaufalegir í einföldum aðgerðum. Voru lengi í gang og virtust ekki vera fullkomlega klára í leikinn. Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson var eini leikmaður gestanna sem var að finna leiðina framhjá Pálmari í marki heimanna og skoraði alls sjö mörk í fyrri hálfleik. Það varð allt brjálað í Kaplakrika þegar Ólafur Gústafsson meiddist er hann reyndi að svífa í gegnum vörn Hauka-liðsins, dæmdur var ruðningur en Ólafur lá í teignum þjáður. Haukar nýttu sér það og voru snöggir í sókn en Pálmar Pétursson varði stórkostlega og stemningin frábær í höllinni. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tíu sekúndur lifðu eftir af fyrrihálfleik. Haukar voru með boltann og Aron Kristjánsson var klókur. Setti Sigurberg Sveinsson inn á og Aron Rafn úr markinu og þar með voru þeir manni fleiri í sókninni og skoruðu mjög mikilvægt mark. Staðan í hálfleik, 13-12, í hörku leik. Það var svo leiks í seinni hálfeik sem að gestirnir komust yfir í fyrsta skipti. Það gaf þeim kraft og sá kraftur fylgdi liðinu fram á lokastundu. Spennan var gífurleg í Kaplakrika í kvöld og enginn gat séð fyrir um hvort þeir hvítu eða rauðu gengu brosandi út úr húsinu þetta kvöldið. Heimamenn voru klaufar í lokin og virtust ekki ráða við spennuna. FH-ingar voru í sókn er staðan var 23-23 og tvær mínútur eftir á leik klukkunni. Gestirnir nýttu sér það og voru snöggir fram í sókn og skoruðu, þar var að verki Bjarki Jónsson. Ólafur Guðmundsson steig upp í lokinn og svaraði fyrir sitt lið. Hann jafnaði leikinn, 24-24, og gestirnir í Haukum með leikinn í hendi sér fara fram í sókn þegar innan við mínúta var eftir. Þeir biðu með það að klára dæmið fram á loka andartak leiksins en það var sett í hendurnar á stórskyttunni Björgvini Þór Hólmgeirssyni, hann þakka fyrir sig með þrumufleyg og tryggði þar með dramatískan baráttusigur í þessum stórskemmtilega Hafnarfjarðaslag, lokatölur sem fyrr segir, 24-25 Haukum í vil. Pálmar Pétursson var frábær í marki heimamanna með tuttugu tvö varin skot. Félagi hans og bronsstrákurinn Ólafur Guðmundsson hafði hægt um sig og vildu eflaust margir meira frá honum. Hann skoraði fjögur mörk en var sterkur í vörninni sem og allt liðið. Hauka-liðið var lengi í gang en það var augljóst hver hetja þeirra var í kvöld, Björgvin Þór Hólmgeirsson var frábær í sókninni með níu mörk og var lykillinn að sigri Hauka í þetta sinn.Tölfræði leiksins:FH-Haukar 24-25 (13-12)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 5 (10), Ólafur Guðmundsson 4 (11), Bjarni Fritzon 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 3 (5), Sigursteinn Arndal 2 (3), Bjarki Sigurðsson 2 (3), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 2 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 22/47 = 47% Hraðaupphlaup: 7 ( Ólafur Guðmunds 2, Bjarni 2, Ólafur Gústafsson, Jón Heiðar, Örn Ingi, Ásbjörn) Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Jón Heiðar) Utan vallar: 4 min. Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 9 (18), Pétur Pálsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (8), Gunnar Berg Viktorsson 2 (2) 1/1, Einar Örn Jónsson 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (4), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (1), Guðmundur Árni 1 (2), Þórður Rafn 1 (2), Sigurbergur Sveinsson 1 (7)Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10/34 = 29 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (1/2) = 25 %. Hraðaupphlaup: 10 ( Björgvin 3, Freyr 2, Pétur Páls 2, Þórður, Einar, Elías) Fiskuð víti: 1 (Pétur) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Í kvöld fór fram Hafnarfjarðaslagur í N1-deild karla í handbolta er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu veisluna snemma og gæddu sér á grilluðum hamborgurum á meðan þeir bræður Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu til að koma áhorfendum í rétta skapið. Það reyndist þó ekki nóg því Björgvin Þór Hólmgeirsson stal sigrunum fyrir Hauka á loka sekúndu leiksins og allt varð brjálað í Hafnarfirði. Leikurinn fór vel af stað og mikil eftirvænting í báðum liðum eins og er alltaf fyrir þessa leiki, slaginn um Hafnafjörð. Pálmar Pétursson markvörður FH-inga hefði getað sett skilti fyrir utan teig og látið gestina vita að það væri lokað hjá honum þetta kvöldið. Hann varði hvað eftir annað og gaf mikinn kraft í FH-ingana. Haukarnir virkuðu frekar smeykir og klaufalegir í einföldum aðgerðum. Voru lengi í gang og virtust ekki vera fullkomlega klára í leikinn. Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson var eini leikmaður gestanna sem var að finna leiðina framhjá Pálmari í marki heimanna og skoraði alls sjö mörk í fyrri hálfleik. Það varð allt brjálað í Kaplakrika þegar Ólafur Gústafsson meiddist er hann reyndi að svífa í gegnum vörn Hauka-liðsins, dæmdur var ruðningur en Ólafur lá í teignum þjáður. Haukar nýttu sér það og voru snöggir í sókn en Pálmar Pétursson varði stórkostlega og stemningin frábær í höllinni. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tíu sekúndur lifðu eftir af fyrrihálfleik. Haukar voru með boltann og Aron Kristjánsson var klókur. Setti Sigurberg Sveinsson inn á og Aron Rafn úr markinu og þar með voru þeir manni fleiri í sókninni og skoruðu mjög mikilvægt mark. Staðan í hálfleik, 13-12, í hörku leik. Það var svo leiks í seinni hálfeik sem að gestirnir komust yfir í fyrsta skipti. Það gaf þeim kraft og sá kraftur fylgdi liðinu fram á lokastundu. Spennan var gífurleg í Kaplakrika í kvöld og enginn gat séð fyrir um hvort þeir hvítu eða rauðu gengu brosandi út úr húsinu þetta kvöldið. Heimamenn voru klaufar í lokin og virtust ekki ráða við spennuna. FH-ingar voru í sókn er staðan var 23-23 og tvær mínútur eftir á leik klukkunni. Gestirnir nýttu sér það og voru snöggir fram í sókn og skoruðu, þar var að verki Bjarki Jónsson. Ólafur Guðmundsson steig upp í lokinn og svaraði fyrir sitt lið. Hann jafnaði leikinn, 24-24, og gestirnir í Haukum með leikinn í hendi sér fara fram í sókn þegar innan við mínúta var eftir. Þeir biðu með það að klára dæmið fram á loka andartak leiksins en það var sett í hendurnar á stórskyttunni Björgvini Þór Hólmgeirssyni, hann þakka fyrir sig með þrumufleyg og tryggði þar með dramatískan baráttusigur í þessum stórskemmtilega Hafnarfjarðaslag, lokatölur sem fyrr segir, 24-25 Haukum í vil. Pálmar Pétursson var frábær í marki heimamanna með tuttugu tvö varin skot. Félagi hans og bronsstrákurinn Ólafur Guðmundsson hafði hægt um sig og vildu eflaust margir meira frá honum. Hann skoraði fjögur mörk en var sterkur í vörninni sem og allt liðið. Hauka-liðið var lengi í gang en það var augljóst hver hetja þeirra var í kvöld, Björgvin Þór Hólmgeirsson var frábær í sókninni með níu mörk og var lykillinn að sigri Hauka í þetta sinn.Tölfræði leiksins:FH-Haukar 24-25 (13-12)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 5 (10), Ólafur Guðmundsson 4 (11), Bjarni Fritzon 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 3 (5), Sigursteinn Arndal 2 (3), Bjarki Sigurðsson 2 (3), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 2 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 22/47 = 47% Hraðaupphlaup: 7 ( Ólafur Guðmunds 2, Bjarni 2, Ólafur Gústafsson, Jón Heiðar, Örn Ingi, Ásbjörn) Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Jón Heiðar) Utan vallar: 4 min. Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 9 (18), Pétur Pálsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (8), Gunnar Berg Viktorsson 2 (2) 1/1, Einar Örn Jónsson 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (4), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (1), Guðmundur Árni 1 (2), Þórður Rafn 1 (2), Sigurbergur Sveinsson 1 (7)Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10/34 = 29 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (1/2) = 25 %. Hraðaupphlaup: 10 ( Björgvin 3, Freyr 2, Pétur Páls 2, Þórður, Einar, Elías) Fiskuð víti: 1 (Pétur) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira