Erlent

Aðhald í fjármálum og stuðningur við fátæka fara saman

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að efnahagsleg óvissa ætti ekki að koma í veg fyrir stuðning við fátæk ríki. Mynd/ AP.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að efnahagsleg óvissa ætti ekki að koma í veg fyrir stuðning við fátæk ríki. Mynd/ AP.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að óvissa í efnahagsmálum eigi ekki að koma í veg fyrir skuldbindingar vestrænna ríkja til þess að minnka fátækt í heiminum.

Árið 2000 settu leiðtogar helstu ríkja í heiminum fram metnaðarfullar áætlanir til þess að draga úr fátækt og sjúkdómum og bæta heilbrigðisþjónustu og menntun í fátækum ríkjum í heiminum fyrir árið 2015.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að ef hægt sé að finna tugþúsundi milljarða til að fást við efnahagskreppuna ætti að vera hægt að finna fjármagn til að fást við þúsaldarmarkmiðin. Hann telur að áætlanir um strangt aðhald í fjármálum og áætlanir um stuðning við þá verst settu geti farið saman.

Það var Bloomberg fréttavefurinn sem greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×