Handbolti

Íslendingar atkvæðamiklir í næst efstu deild Þýskalands

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Patrekur Jóhannesson er þjálfari Emsdetten.
Patrekur Jóhannesson er þjálfari Emsdetten.
Arnór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Bittenfeld í þýsku 1. deildinni í handbolta í gær, næst efstu deild, þegar liðið lagði Eisenach sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar.

Lokatölur voru 35-29 fyrir Bittenfeld.

Fannar Friðgeirsson skoraði sex mörk fyrir Emsdetten og Hreiðar Levý Guðmundsson varði átján skot þegar liðið lagði Bad Schwartau í sömu deild í gær. Patrekur Jóhannesson er þjálfari Emsdetten.

Þá skoraði Arnar Jón Agnarsson fjögur mörk fyrir Aue sem gerði jafntefli við HSC 2000 Coburg, 24-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×