Engin uppgjöf hjá Alonso og Ferrari 30. ágúst 2010 09:20 Fernando Alonso er ekki búinn að gefa frá sér möguleika á meistaratitlinum í ár. Mynd: Getty Images Fernando Alonso telur enn möguleika á að hann geti orðið heimsmeistari, þó hann hafi fallið úr leik á Spa brautinni í gær eftir að hafa misst bíl sinn útaf í bleytu. Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu með 141 stig, en Lewis Hamilton er með 182, Mark Webber 179, Sebastian Vettel 151 og Jenson Button 147. "Það er enn möguleiki. Það eru sömu fimm ökumennirnir sem eiga möguleika og við eigum 50% möguleika, rétt eins og fyrir mótið. Fyrir mótið voru sjö mót, núna eru sex og sá sem gengur bestu í þeim verður meistari", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Í fyrstu sjö mótunum gekk okkur ekki nógu vel og öðrum gekk betur. Jenson, Vettel og mér gekk ekki vel í fyrstu sjö mótunum, þannig að við verðum að standa okkur betur í þeim sex sem eftir eru." "Það náðu aðeins tveir í titilslagnum stigum og kannski verði næsta mót þveröfugt og við verðum í sömu stöðu og áður, þar sem lítill munur var á milli keppenda", sagði Alonso eftir keppnina í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari benti á að Kimi Raikkönen hefði unnið upp sautján stiga forskot Lewis Hamilton í tveimur lokamótunum árið 2007. "Þettta var ekki góð helgi fyrir okkur og staðan í báðum stigamótum er erfiðari, en það er ekki ómögulegt að ná markmiðum okkar. Fyrir þá sem eru með skammtímaminni, þá vorum við í verri stöðu fyrir þremur árum og við vitum hvernig það fór", sagði Domenicali. Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fernando Alonso telur enn möguleika á að hann geti orðið heimsmeistari, þó hann hafi fallið úr leik á Spa brautinni í gær eftir að hafa misst bíl sinn útaf í bleytu. Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu með 141 stig, en Lewis Hamilton er með 182, Mark Webber 179, Sebastian Vettel 151 og Jenson Button 147. "Það er enn möguleiki. Það eru sömu fimm ökumennirnir sem eiga möguleika og við eigum 50% möguleika, rétt eins og fyrir mótið. Fyrir mótið voru sjö mót, núna eru sex og sá sem gengur bestu í þeim verður meistari", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Í fyrstu sjö mótunum gekk okkur ekki nógu vel og öðrum gekk betur. Jenson, Vettel og mér gekk ekki vel í fyrstu sjö mótunum, þannig að við verðum að standa okkur betur í þeim sex sem eftir eru." "Það náðu aðeins tveir í titilslagnum stigum og kannski verði næsta mót þveröfugt og við verðum í sömu stöðu og áður, þar sem lítill munur var á milli keppenda", sagði Alonso eftir keppnina í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari benti á að Kimi Raikkönen hefði unnið upp sautján stiga forskot Lewis Hamilton í tveimur lokamótunum árið 2007. "Þettta var ekki góð helgi fyrir okkur og staðan í báðum stigamótum er erfiðari, en það er ekki ómögulegt að ná markmiðum okkar. Fyrir þá sem eru með skammtímaminni, þá vorum við í verri stöðu fyrir þremur árum og við vitum hvernig það fór", sagði Domenicali.
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira