Erlent

Velferðarkerfið sagt í hættu

Danski forsætisráðherrann telur velferðarkerfið í hættu aukist hagvöxtur ekki í landinu.
Danski forsætisráðherrann telur velferðarkerfið í hættu aukist hagvöxtur ekki í landinu.
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Brian Mikkelsen, atvinnu- og efnahagsráðherra Danmerkur, segja danska velferðarkerfið í hættu ef ekki tekst að skapa hagvöxt svo um munar næstu misserin.

Þetta sögðu þeir eftir fund með hagvaxtarráði Danmerkur, þar sem sérfræðingar í efnahagsmálum drógu upp dökka mynd af framtíðarhorfunum.

„Við framleiðum einfaldlega of lítil verðmæti, þegar við vinnum. Samt erum við með ein hæstu laun í heimi,“ er haft eftir Lars Nørby Jensen, formanni ráðsins, á vefsíðu danska blaðsins Politiken.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×