Ljósnet fyrir neytendur 4. mars 2010 06:00 Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun